Frá Eignasjóði; Útboð á ræstingum 2017

Málsnúmer 201611144

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 826. fundur - 06.07.2017

Þann 24. júní s.l. voru opnuð tilboð í verið "Ræsting stofnana Dalvíkurbyggðar 2017".

Tvö tilboð bárust frá eftirtöldum:

Þrif og ræstivörur ehf.; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 59.996.755 í reglulega ræstingu.
Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 5.950.

ISS Ísland ehf; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 41.888.259 í reglulega ræstingu.
Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 7.025.

Til umræðu ofangreint.

Börkur vék af fundi kl. 14:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er ISS Íslands ehf.

Byggðaráð - 831. fundur - 24.08.2017

Á 826. fundi byggðaráðs þann 6. júlí 2017 var eftirfarandi bókað:

"Þann 24. júní s.l. voru opnuð tilboð í verið "Ræsting stofnana Dalvíkurbyggðar 2017". Tvö tilboð bárust frá eftirtöldum: Þrif og ræstivörur ehf.; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 59.996.755 í reglulega ræstingu. Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 5.950. ISS Ísland ehf; miðað við samningstímann í 3 ár kr. 41.888.259 í reglulega ræstingu. Samtals einingarverð í hreingerningu kr. 7.025. Til umræðu ofangreint. Börkur vék af fundi kl. 14:51.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda sem er ISS Íslands ehf."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að verksamningi á milli Dalvíkurbyggðar og ISS.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög með þeirri breytingu að samningstíminn í heild sinni geti að hámarki orðið 6 ár.