Fjárhagsáætlun 2017; Frá starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar; Ósk um hækkun á framlagi Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201608094

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 791. fundur - 08.09.2016

Tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 29. ágúst 2016, þar sem stjórnin óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að framlag til starfsmannafélagsins verði hækkað í samræmi við framlag starfsmanna. Hver félagsmaður greiðir á ári kr. 6.000 miðað við 12 mánuði. Er það ósk stjórnar að árið 2017 verði framlag Dalvíkurbyggðar sama upphæð eða kr. 6.000 á hvern starfsmann.
Byggðaráð frestar afgreiðslu.

Byggðaráð - 792. fundur - 15.09.2016

Á 791. fundi byggðaráðs þann 8. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Starfsmannafélagi Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 29. ágúst 2016, þar sem stjórnin óskar eftir því við Dalvíkurbyggð að framlag til starfsmannafélagsins verði hækkað í samræmi við framlag starfsmanna. Hver félagsmaður greiðir á ári kr. 6.000 miðað við 12 mánuði. Er það ósk stjórnar að árið 2017 verði framlag Dalvíkurbyggðar sama upphæð eða kr. 6.000 á hvern starfsmann. Byggðaráð frestar afgreiðslu."



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hækka framlagið úr kr. 3.500 og í kr. 6.000 árið 2017.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fjárhagsrammi 21600 fyrir 2017 hækki sem þessu nemur.