Beiðni um umsögn um umsókn Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga

Málsnúmer 201605099

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 280. fundur - 26.08.2016

Með rafpósti dags. 13. júní 2016 ítrekar Orkustofnun beiðni um umsögn vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.

Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Byggðaráð - 830. fundur - 17.08.2017

Á 280. fundi umhverfisráðs þann 26. ágúst 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með rafpósti dags. 13. júní 2016 ítrekar Orkustofnun beiðni um umsögn vegna umsóknar Iceland Resources ehf. um leyfi til leitar og rannsókna á málmum í Hörgárdal, Öxnadal og nágrenni á Tröllaskaga.
Umhverfiráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að komi til framkvæmda í landi sveitarfélagsins fer ráðið fram að að umsóknaraðili sendi inn umsókn um framkvæmdarleyfi líkt og lög gera ráð fyrir. Samþykkt með fimm atkvæðum."

Til umræðu ofangreint með vísan í lið 4 hér á eftir.
Lagt fram til kynningar.