Samstarfssamningur

Málsnúmer 201604055

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 198. fundur - 12.04.2016

Samstarfsamningur milli Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar í málefnum fatlaðra.
Frestað

Félagsmálaráð - 199. fundur - 10.05.2016

Lögð var fram til kynningar tillaga að samstarfssamningi milli Dalvikurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.
Félagsmálaráð fagnar því að komin sé á samvinna við Fjallabyggð í málefnum fatlaðra. Ljóst er að mörg verkefni eru framundan og ber þar helst að nefna þörf á búsetu og atvinnuúrræðum fyrir fötluð ungmenni.

Byggðaráð - 782. fundur - 30.06.2016

Á 199. fundi félagsmálaráðs þann 10. maí 2016 var eftirfarandi bókað:

"Lögð var fram til kynningar tillaga að samstarfssamningi milli Dalvikurbyggðar og Fjallabyggðar um málefni fatlaðra 2016.

Félagsmálaráð fagnar því að komin sé á samvinna við Fjallabyggð í málefnum fatlaðra. Ljóst er að mörg verkefni eru framundan og ber þar helst að nefna þörf á búsetu og atvinnuúrræðum fyrir fötluð ungmenni."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samstarfssamningur um sameiginlegt þjónustusvæði Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar um þjónustu við fólk með fötlun, undirritaður af sveitarstjórum Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir og fagnar því að þessi samstarfssamningur sé kominn á.