Leiðir til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.

Málsnúmer 201602014

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 273. fundur - 12.02.2016

Undir þessum lið kom á fundinn Vilhelm Anton Hallgrímsson slökkvilisstjóri Dalvíkurbyggðar kl. 10:05
Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.
Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana.
Vilhelm Anton vék af fundi kl. 10:25

Byggðaráð - 768. fundur - 18.02.2016

Á 273. fundi umhverfisráðs þann 12. febrúar 2016 var eftirfarandi bókað:

"Til umræðu tillaga slökkviliðsstjóra á leiðum til innheimtu á útlögðum kostnaði við vöktun brunaviðvörunarkerfa.

Umhverfisráð þakkar Vilhelmi Antoni fyrir greinargóðar skýringar og leggur til við byggðarráð að framlögð gjaldtaka verði innleidd vegna vöktunar á brunaviðvörunarkerfum stofnana."Til umræðu ofangreint og framlögð tillaga að gjaldtöku.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu slökkviliðsstjóra og umhverfisráð til skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar 2017-2020.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að slökkviliðsstjóri hafi heimild til að senda reikninga á stofnanir Dalvíkurbyggðar vegna útkalla í samræmi við raunkostnað.