Jöfnunarstyrkur vegna hitaveitu

Málsnúmer 201601050

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 71. fundur - 17.01.2018

Með bréfi sem dagsett er 17. desember 2017, sendir Óskar Harðarson erindi til byggðarráðs ósk um styrk til rafmagnsupphitunar að Selárbakka.
Þetta er ekki lögbundin þjónusta sveitarfélaga en Dalvíkurbyggð hefur falið Hitaveitu Dalvíkur að jafna hitunarkostnað íbúðarhúsa, sem eru utan þjónustusvæðis hitaveitunnar og geta ekki notið þjónustu annarrar hitaveitna. Það skilyrði er sett að styrkþegi verður að hafa bæði lögheimili og fasta búsetu í viðkomandi íbúðarhúsi.
Á síðasta fundir veitu- og hafnaráðs var samþykkur listi yfir þá sem jöfnun húshitunarkostnaðar njóta og uppfylla þeir allir framangreind skilyrði.
Veitu- og hafnaráð óskar eftir því að fá álit lögmanns Dalvíkurbyggðar á erindinu.