Lögð fram til kynningar ályktun frá Ungmennaráðstefnu UMFÍ, Ungt fólk og lýðræði, sem haldin var á Selfossi dagana 16. - 18. mars 2016.
Þar kemur m.a. fram að ráðstefnan skorar á stjórnvöld, jafnt ríki sem sveitarfélög, að leita meira til ungmenna og taka tillit til þeirra skoðana á málefnum samfélagsins, einkum, en ekki eingöngu, þeim er varða ungmennin sjálf. Yfirheiti ráðstefnunnar var Niður með grímuna, geðheilbrigði ungmenna og fjallaði hún um stöðu geðheilbrigðismála barna og ungmenna á Íslandi í dag.