Frá Íbúðalánasjóði; Erindi Íbúðalánasjóðs til sveitarstjórnar

Málsnúmer 201510070

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 755. fundur - 22.10.2015

Tekið fyrir erindi frá Íbúðalánasjóði, bréf dagsett þann 8. október 2015, þar sem fram kemur að Íbúðalánasjóður er um þessar mundir að hafa samband við sveitarfélög þar sem sjóðurinn á fasteignir og bjóða þeim til viðræðna um að kaupa eignirnar af sjóðnum.



Í Dalvíkurbyggð á Íbúðalánasjóður samtals 11 eignir en þá eru ekki meðtaldar þær eignir sem dótturfélag Íbúðalánasjóðs, Leigufélagið Klettur ehf., kann að eiga í sveitarfélaginu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Íbúðalánasjóðs varðandi eignir sjóðsins í Dalvíkurbyggð.

Sveitarstjóra falið að hafa samband við Íbúðalánasjóð varðandi ofangreint.