Upplýsingamiðstöð - skýrsla 2015

Málsnúmer 201508086

Vakta málsnúmer

Atvinnumála- og kynningarráð - 12. fundur - 07.10.2015

Á 11. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var meðal annars bókað; "Atvinnumála- og kynningarráð leggur til að það fjármagn sem veitt verður til upplýsingamiðstöðvar árið 2016 verði ekki minna en árið 2015. Umræður um fyrirkomulag verður haldið áfram á næsta fundi ráðsins".Meðfylgjandi er samantekt á þeim hugmyndum sem ræddar hafa verið í sambandi við framtíðarskipulag á starfsemi upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar.
Upplýsingafulltrúa er falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila varðandi framtíðarskipulag á starfsemi upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 13. fundur - 04.11.2015

Á 12. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi bókað:

Upplýsingafulltrúa er falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila varðandi framtíðarskipulag á starfsemi upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar.Til stóð að halda almennan fundi á meðal félagsmanna í Ferðatröllum þar sem meðal annars átti að ræða málefni upplýsingamiðstöðvar. Sá fundur hefur ekki verið haldinn.Samkvæmt tillögu í starfs- og fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019 er gert ráð fyrir óbreyttri starfsemi á næsta ári, nema að annað sé ákveðið.
Frestað til næsta fundar.

Atvinnumála- og kynningarráð - 14. fundur - 02.12.2015

Jón S. Sæmundsson kom inn á fundinn kl. 13:50.Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar og meðal annars var upplýsingafulltrúa falið að kanna hug ferðaþjónustuaðila vegna málsins.Fundur hefur verið haldinn hjá Ferðatröllum og upplýsti formaður ráðsins um umræður á þeim fundi vegna upplýsingamiðstöðvar.Í starfs- og fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2016-2019 er gert ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi á starfsemi Upplýsingamiðstöðvar 2016 frá því sem var á árinu 2015, nema að annað sé ákveðið.a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna.Atvinnumála- og kynningarráð - 15. fundur - 13.01.2016

Mættir á fundinn kl. 13:10 eru Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson.Á síðustu fundum atvinnumála- og kynningarráðs hefur verið fjallað um málefni upplýsingamiðstöðvar. Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi samþykkt:"a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."Sveitarstjórn fjallað síðan um málið á síðasta fundi sínum og bókaði eftirfarandi:"a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu forseta um að þessum lið verði frestað til næsta fundar sveitarstjórnar og að upplýsingafulltrúa verði falið á milli funda að kanna hug ferðaþjónustuaðila og koma með tillögu að útfærslu.

b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs.

c) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu atvinnumála- og kynningaráðs."Á fund ráðsins hafa verið boðaðir ferðaþjónustuaðilar í Dalvíkurbyggð með það að markmiði að fá fram þeirra sjónarmið varðandi framtíðarskipulag og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Dalvíkurbyggð.Júlíus Júlíusson, Gréta Arngrímsdóttir, Helgi Einarsson, Sveinbjörn Hjörleifsson, Laufey Eiríksdóttir og Kári Ellertsson yfirgefa fund kl. 14:15.Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með 4 atkvæðum eftirfarandi tillögu við sveitarstjórn:Að fallið verði frá öllum tillögum ráðsins sem fyrir sveitarstjórn liggja og var fjallað um á síðasta fundi hennar nr. 275 sbr. neðangreint:3.4 201508086 - Upplýsingamiðstöð - framtíðarskipulag

"a) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að núverandi fyrirkomulag vegna reksturs upplýsingamiðstöðvar verði hætt.

b) Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að Dalvíkurbyggð framleiði hlutlaust kynningarefni um afþreyingu og ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.

c) Atvinnumála- og kynningaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að afhenda efni samkvæmt b-lið hér að ofan til þeirra aðila sem vilja veita upplýsingar til ferðamanna."Atvinnumála- og kynningarráð samþykktir með 4 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að skipulag upplýsingamiðstöðvar árið 2016 verði óbreytt og í samræmi við samþykkta starfs- og fjárhagsáætlun.