Frá sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs; Móttaka Skógræktarfélags Ísland í Hánefsstaðarreit - beiðni um viðauka.

Málsnúmer 201506147

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs, á fundinn kl. 8:30.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 15. ágúst 2015, þar sem fram kemur að í vetur barst ósk um að tekið yrði á móti 120-140 manna hópi frá Skógræktarfélagi Íslands, en aðalfundur félagsins verður haldinn helgina 14. - 16. ágúst.



Upp er komin sú hugmynd að slá upp grillveislu en ekki var gert ráð fyrir fjármunum til slíks. Áætlaður kostnaður er kr. 3.000 á mann og er því óskað eftir kr. 420.000 sem viðauka á lið 11-410-4960. Sviðsstjóri sér ekki fyrir sér að hægt sé að flytja fjármuni innan þessa málaflokks á milli lykla.



Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs upplýsti að breytingar hafa orðið á þannig að ekki sé lengur þörf fyrir viðauka, þ.e. Skógræktarfélagið mun sjálft leggja til hráefni í grill.
Lagt fram til kynningar.