Frá Fiskideginum mikla; Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol.

Málsnúmer 201503172

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 730. fundur - 30.03.2015

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum mikla, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð formlega taki við og sjái um minnisstöpla við Byggðasafnið Hvol vegna heiðrunar Fiskidagsins mikla.



Einnig er óskað eftir að minnisstöplunum verði breytt í samræmi við fyrri umræðu og er vísað í meðfylgjandi teikningu frá fyrrverandi garðyrkjustjóra frá tveimur árum. Einnig kemur fram sú beiðni um að nýtt fyrirkomulag minnisstöpla yrði vígt á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla í ár.



Til umræðu ofangreint.
Afgreiðslu frestað.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Júlíus Júlíussoo, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund byggðaráðs.





Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið kl.12:39.

Byggðaráð - 731. fundur - 09.04.2015

Guðmundur St. Jónsson sat ekki fundinn undir þessum lið vegna vanhæfis, Valdís Guðbrandsdóttir sat fundinn undir þessum lið í hans stað.



Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri og Júlíus Júliusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kl. 14:37.



Á 730. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2015 var eftirfarandi bókað:

"Frá Fiskideginum mikla: Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol - 201503172

Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar.



Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum mikla, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð formlega taki við og sjái um minnisstöpla við Byggðasafnið Hvol vegna heiðrunar Fiskidagsins mikla.



Einnig er óskað eftir að minnisstöplunum verði breytt í samræmi við fyrri umræðu og er vísað í meðfylgjandi teikningu frá fyrrverandi garðyrkjustjóra frá tveimur árum. Einnig kemur fram sú beiðni um að nýtt fyrirkomulag minnisstöpla yrði vígt á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla í ár.



Til umræðu ofangreint.

Afgreiðslu frestað.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Júlíus Júlíussoo, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund byggðaráðs. "





Til umfjöllunar ofangreint.



Valur Þór og Júlíus viku af fundi kl. 14:57.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra, Valdísi Guðbrandsdóttur og Heiðu Hilmarsdóttur ásamt 2 - 3 fulltrúum frá Fiskideginum mikla að skoða hugmyndir að nýrri staðsetningu á hafnarsvæðinu, í samráði við Hafnarstjóra.



Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:01.

Byggðaráð - 740. fundur - 09.07.2015

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 10:01 vegna vanhæfis.



Á 731. fundi byggðaráðs þann 9. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"Guðmundur St. Jónsson sat ekki fundinn undir þessum lið vegna vanhæfis, Valdís Guðbrandsdóttir sat fundinn undir þessum lið í hans stað. Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri og Júlíus Júliusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla, kl. 14:37. Á 730. fundi byggðaráðs þann 30. mars 2015 var eftirfarandi bókað: "Frá Fiskideginum mikla: Vegna minnisstöpla Fiskidagsins mikla við Byggðasafnið Hvol - 201503172 Undir þessum lið sat fundinn Valdís Guðbrandsdóttir, varamaður Guðmundar St. Jónssonar, vegna vanhæfis Guðmundar. Tekið fyrir erindi frá Fiskideginum mikla, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem fram kemur ósk um að Dalvíkurbyggð formlega taki við og sjái um minnisstöpla við Byggðasafnið Hvol vegna heiðrunar Fiskidagsins mikla. Einnig er óskað eftir að minnisstöplunum verði breytt í samræmi við fyrri umræðu og er vísað í meðfylgjandi teikningu frá fyrrverandi garðyrkjustjóra frá tveimur árum. Einnig kemur fram sú beiðni um að nýtt fyrirkomulag minnisstöpla yrði vígt á 15 ára afmæli Fiskidagsins mikla í ár. Til umræðu ofangreint. Afgreiðslu frestað. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá Júlíus Júlíusson, umhverfisstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs á fund byggðaráðs. " Til umfjöllunar ofangreint. Valur Þór og Júlíus viku af fundi kl. 14:57.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela umhverfisstjóra, Valdísi Guðbrandsdóttur og Heiðu Hilmarsdóttur ásamt 2 - 3 fulltrúum frá Fiskideginum mikla að skoða hugmyndir að nýrri staðsetningu á hafnarsvæðinu, í samráði við Hafnarstjóra. Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 15:01.



Í rafpósti frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þann 16. júní s.l. sem svar við fyrirspurn sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs kemur fram að hann hafi rætt við umhverfisstjóra um stöðu málsins og að það sé í vinnslu hjá þeim sem skipaðir voru til þess. Næsta skref væri að taka einn minnisstöpul niður og prófa að setja þetta upp við smábátahöfnina.
Lagt fram til kynningar.