17. júní 2015

Málsnúmer 201502096

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 48. fundur - 05.03.2015

Menningarráð tók til umræðu 17. hátíðarhöld sveitarfélagsins.

Samþykkt var að bjóða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og upplýsingafulltrúa til næsta fundar ráðsins og óska eftir hugmyndum frá Ungmennaráði um hátíðarhöld.

Ungmennaráð - 6. fundur - 12.03.2015

Menningarráð óskaði eftir hugmyndum frá ungmennaráði um hátíðarhöld á 17. júní.

Ungmennaráð leggur til að eftirfarandi verði haft í huga við undirbúning hátíðarhaldanna í ár:

Fá tónlistarmenn úr heimabyggð. Aldursskipta sundlaugarskemmtun. Fá björgunarsveitina til að vera með kynningu á sínum tækjum og tólum, t.d. bátar, bílar og kassaklifur.

Tengja skottsölu (markað) við 17. júní hátíðarhöldin. Rennibrautin, sápuboltinn og karmellukastið sem var á síðasta ári heppnaðist mjög vel og væri gott að halda í það. Bjóða bæjarbúum að skoða sjúkra-, slökkvi- og lögreglubíla og jafnvel búnað tengdan þeirra starfsemi. Tónlist í skrúðgöngu og leggja áherslu á góða auglýsingu á dagskrá.Ungmennaráð lýsir yfir áhuga á að taka að sér verkefni á 17. júní sem fjáröflun til að geta staðið fyrir frekari verkefnum fyrir ungmenni í Dalvíkurbyggð.

Menningarráð - 50. fundur - 19.03.2015

Undir þessum lið komu Gísli Rúnar Gylfason íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi á fundinn, kl: 10:35Farið var yfir fyrirkomulag við hátíðarhöld á 17. júní. Ræddar voru ýmsar hugmyndir að dagskrá og viðburðum og var m.a. ákveðið að setja upp hugmyndabanka í grunnskólunum.

Gísla og Margréti þökkuð koman á fundinn og véku þau af fundi 11:10

Menningarráð - 52. fundur - 28.05.2015

Undir þessum lið sátu Margrét Víkingsdóttir og Sunna Björg Valsdóttir fundinn en þær eru, ásamt Gísla Rúnari, í starfshópi um 17. júní.Umræða var um hátíðarhöld á 17. júní og drög að dagskrá voru kynnt.Margréti og Sunnu þökkuð koman á fundinn.