Frumvarp um virka velferðarstefnu

Málsnúmer 201501054

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 184. fundur - 13.01.2015

Samband Íslenskra sveitarfélaga bendir á áhugaverða frétt á vef sínum um virka velferðarstefnu. Í fréttinni kemur fram að Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Efni frumvarpsins er í anda virkrar velferðarstefnu og snýr það að atvinnuleitendum sem hafa fullnýtt eða munu að óbreyttu fullnýta rétt sinn til atvinnuleysisbóta á komandi misserum. Meginmarkmið frumvarpsins er að virkja atvinnuleitendur til þátttöku að nýju á vinnumarkaði og koma í veg fyrir að langvarandi atvinnuleysi leiði af sér óvinnufærni og aðra neikvæða félags- og heilsufarsþætti.
Lagt fram til kynningar