Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Stefnumörkun sambandsins fyrir árin 2014-2018.

Málsnúmer 201411124

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 719. fundur - 27.11.2014

Tekið fyrir rafbréf frá framkvæmdastjóra Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 25. nóvember 2014, þar sem fram kemur að meðfylgjandi er stefnumörkun Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir árin 2014-2018 sem nær til flestra meginþátta í starfsemi sambandsins og sveitarfélaga og mun nýtast sem sterk leiðsögn við ákvarðanatöku stjórnar og vinnu starfsmanna sambandsins á nýju kjörtímabili og jafnframt fyrir þá fulltrúa sem tilnefndir eru á vegum sambandsins í nefndir, ráð og stjórnir.

Fram kemur meðal annars að um stefnumörkunina ríkir breið samstaða meðal sveitarstjórnarmanna en á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri í september sl. tóku um 200 fulltrúar nær allra sveitarfélaga landsins þátt í að ræða og móta hana. Stefnumörkunin var svo endanlega staðfest af stjórn sambandsins þann 21. nóvember 2014.

Stefnumörkunin er einnig send til ráðuneyta og alþingismanna.

Lagt fram til kynningar.