Norðurlandsmót félagsmiðstöðva

Málsnúmer 201410136

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 3. fundur - 16.10.2014

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að dagskrá af Norðulandsmóti félagsmiðstöðva. Um er að ræða samstarf félagsmiðstöðva á Eyjafjarðarsvæðinu þar sem ungmenni munu koma saman á Dalvík til verkefnavinnu/smiðjuvinnu og skemmtunar í nóvember nk. Um er að ræða tilraunaverkefni sem kemur af frumkvæði félagsmiðstöðva á Akureyri. Ungmennaráð Dalvíkurbyggðar verður með smiðjuna "taktu afstöðu" á mótinu. Einnig er til skoðunar að ungmennaráðsmeðlimir verði með aðra smiðju.