Styrkur vegna ársþings UMSE 2014

Málsnúmer 201409072

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 60. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá UMSE, dagsett þann 4. september 2014, þar sem fram kemur að sú hefð hefur skapast að sveitarfélögin á starfssvæði UMSE hafi styrkt framkvæmd á ársþingi UMSE, þegar þingið fer fram innan hvers sveitarfélags.

Fram kemur að þingið var haldið að Rimum í Svarfaðardal fimmtudaginn 13. mars s.l. í umsjón Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar. UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þinghaldsins vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu, alls kr. 109.100.

Lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE fór að þessu sinni fram í Félagsheimilinu Árskógi og var kaffisamsæti í umsjón Kvenfélagsins Hvatar.

UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þessa vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu.


Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi og bendir á að erindi um styrki frá sveitarfélaginu þurfa að koma áður en viðburðir eru haldnir.

Byggðaráð - 708. fundur - 18.09.2014

Tekið fyrir erindi frá UMSE, dagsett þann 4. september 2014, þar sem fram kemur að sú hefð hefur skapast að sveitarfélögin á starfssvæði UMSE hafi styrk framkvæmd á ársþingi UMSE, þegar þingið fer fram innan hvers sveitarfélags.

Fram kemur að þingið var haldið að Rimum í Svarfaðardal fimmtudaginn 13. mars s.l. í umsjón Ungmennafélagsiins Þorsteins Svörfuðar. UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þinghaldsins vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu, alls kr. 109.100.

Lýsing á kjöri íþróttamanns UMSE fór að þessu sinni fram í Félagsheimilinu Árskógi og var kaffisamsæti i umsjón Kvenfélagsins Hvatar.

UMSE óskar eftir styrkveitingu vegna þessa vegna kostnaðar fyrir veitingum og húsaleigu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu erindi og bendir á að erindi um styrki frá sveitarfélaginu þurfa að koma áður en viðburðir eru haldnir.