Frá Jafnréttisstofu; Bréf um skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum.

Málsnúmer 201408024

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 704. fundur - 21.08.2014

Tekið fyrir bréf frá Jafnréttisstofu, dagsett þann 14. ágúst 2014, þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til félagsmálaráðs sem fer með jafnréttismál sveitarfélagsins samkvæmt erindisbréfi.

Félagsmálaráð - 180. fundur - 09.09.2014

Tekið er fyrir erindi vísað úr Byggðarráði, 704 fundi dags. 21.ágúst 2014 frá Jafnréttisstofu þar sem minnt er á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir. Byggðarráð vísar erindinu til félagsmálaráðs sem fer með jafnréttismál sveitarfélagsins. Erindi Jafnréttisstofu dags, 14.08 2014 er að minna sveitarstjórnir á að sveitarstjórnum beri að skipa jafnréttisnefndir . Hver jafnréttisnefnd skal hafa umsjón með gerð jafnréttisáætlunar fyrir sveitarstjórnir til fjögurra ára en hana á að leggja fram eigi síðar en ári eftir kosningar. Einnig skulu sveitarstjórnir sjá til þess að hlutur kynjanna sé sem jafnastur í öllum nefndum, ráðum og stjórnum á vegum sveitarfélagsins. Þegar sveitarstjórn hefur skipað jafnréttisnefnd eru þær beðnar að senda Jafnréttisstofu upplýsingar um nöfn nefndarfólks ásamt netföngum.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagsþjónustu að svara erindi Jafnréttisstofu. Félagsmálaráð leggur til að jafnréttisáætlun verði tekin til endurskoðunar á næsta fundi ráðsins.

Félagsmálaráð - 184. fundur - 13.01.2015

Jafnréttistofa sendir bréf til þess að minna á skyldur sveitarfélaga samkvæmt jafnréttislögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er varðar sveitarstjórnir.
Lagt fram til kynningar