Fjallskil og göngur 2014

Málsnúmer 201404077

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 88. fundur - 15.04.2014

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2014.
A)Landbúnaðarráð leggur til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 12. til 14. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 19. til 21. september.

Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 3. og 5. október.

B)Zophonías Jónmundsson, bóndi að Hrafnsstöðum, óskar eftir leyfi landbúnaðarráðs að ganga fyrstu göngur 5. til 7. september.
Landbúnaðarráð samþykkir framangreinda beiðni.


Landbúnaðarráð - 91. fundur - 04.09.2014

Til umræðu fyrirkomulag gangna og ábendingar um umferð vélknúinna ökutækja utan vegar/slóða.
Að gefni tilefni vill ráðið benda á að í lögum um náttúruvernd nr.60/2013 gr. 31 koma fram þær reglur sem gilda um utanvegaakstur við smalamennsku.