Frá Golfklúbbnum Hamar; Möguleg ný staðsetning golfvallar.

Málsnúmer 201402063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 691. fundur - 20.02.2014

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars Gísli Bjarnason og Sigurður Jörgen Óskarsson, kl. 9:09.

Jóhann Ólafsson kom á fundinn kl.9:12 undir þessum dagskrárlið.

Til umræðu mögulega ný staðsetning golfvallar.

Gísli og Sigurður Jörgen viku af fundi kl. 10:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að veita Golfklúbbnum Hamar heimild til að skoða málið áfram og velta upp hugmyndum með umhverfis- og tæknisviði, meðal annars í tengslum við hugmyndir að breytingu á deiliskipulagi vegna skíðasvæðisins.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 54. fundur - 04.03.2014

Undir þessum lið kom á fund Íþrótta- og æskulýðsráðs, fyrir hönd Golfklúbbsins Hamars, Gísli Bjarnason. Gísli kynnti tillögu að nýrri staðsetningu golfvallar, sunnan við Skíðasvæðið í fólkvangnum.

Gísli vék af fundi kl. 8:40 og honum þakkaðar upplýsingarnar.

Umhverfisráð - 249. fundur - 02.04.2014

Til kynningar greinagerð frá golfklúbbnum vegna hugmynda að flutningi golfvallarins í Fólkvanginn.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að kanna hvort að kvaðir séu á fyrirhuguðu landsvæði undir golfvöll þar sem fyrir er skógrækt Sveins Ólafssonar.
Einnig hvort aðrir möguleikar á staðsetningu vallarins hafi verið kannaðir.