Reglur um afslátt á móti fasteignaskatti til tekjulágra elli-og lífeyrisþega, endurskoðun 2014.

Málsnúmer 201401031

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 687. fundur - 09.01.2014

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga að reglum um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega samkvæmt ákvörðun sveitarstjórnar fyrir árið 2014.
a) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum tillögu að efnislegum breytingum á reglunum.
b) Byggðarráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum 4% hækkun þannig að styrkur á móti fasteignaskatti verður að hámarki árið 2014 kr. 53.854. tekjuviðmið einstaklinga verði kr. 1.977.181, og tekjuviðmið hjóna/sambúðarfólks verði kr. 2.728.769.