Samningur milli Dalvíkurbyggðar og Bakkabræðraseturs um Sigtún

Málsnúmer 201312093

Vakta málsnúmer

Menningarráð - 41. fundur - 14.01.2014

Lögð var fram skýrsla um framvindu við undirbúning á opnun sýningar um Bakkabræður sem áætlað er að verði opnuð fyrir sumarið.

Menningarráð óskar eftir að fá nákvæmari, tímasettri áætlun að uppbyggingu sýningarinnar fyrir næsta fund ráðsins.

Menningarráð - 42. fundur - 11.02.2014

Með fundarboði fylgdi greinargerð frá Heiðu Símonardóttur, forsvarsmanni Bakkabræðraseturs en menningarráð hafði óskað eftir nánari upplýsingum um sýningu Bakkabræðra. Í greinargerðinni kemur fram að fyrri hluti sýningarinnar mun opna í byrjun júní og undirbúningur að seinni hluta mun hefjast strax næsta vetur.

Menningarráð þakkar fyrir upplýsingarnar og hlakkar til opnunar sýningarinnar.

Menningarráð - 47. fundur - 11.12.2014

Undir þessum lið kom Kristín Aðalheiður Símonardóttir forsvarsmaður Bakkabræðraseturs á fund ráðsins.
Farið var yfir samninginn en hann var gerður á þeim forsendum að sýning um Bakkabræður myndi vera aðal starfsemi hússins og hún myndi byggja á þeim teikningum sem liggja fyrir. Kristín Aðalheiður kynnti sýnishorn af minjagripum og bókum sem setrið hefur verið að vinna að ásamt hönnuði. Meðal þess sem rætt var er framtíðarsýn varðandi sýninguna, samnýting á rýmum með leikfélaginu, nauðsynlegt viðhald, framkvæmdir, leigugreiðslur og fyrirkomulag.

Kristínu Aðalheiðu þökkuð koman á fundinn.