Viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201205081

Vakta málsnúmer

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 627. fundur - 24.05.2012

Viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar er Sparisjóður Svarfdæla. Fyrir liggur að Landsbankinn hefur fest kaup á Sparisjóðnum og mun Landsbankinn verða með starfsemi á Dalvík.
& Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Landsbankinn á Dalvík verði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þegar breytingarnar hafa átt sér stað.

Bæjarráð Dalvíkurbyggðar - 636. fundur - 25.09.2012

Á 627. fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar þann 24. maí 2012 var viðskipabanki sveitarfélagsins til umfjöllunar þar sem fyrir lá að Landsbankinn hafði fest kaup á Sparisjóðnum og fyrirhugað var að Landsbankinn yrði með starfsemi á Dalvík. Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að Landsbankinn á Dalvík yrði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þegar breytingarnar hafa átt sér stað.

Ofangreind afgreiðsla bæjarráðs var staðfest á fundi bæjarstjórnar þann 19. júní 2012.

Nú liggur fyrir samkvæmt upplýsingum úr fjölmiðlum að Landsbankinn hefur fallið frá kaupum á Sparisjóði Svarfdæla og mun sjóðurinn því starfa sjálfsætt áfram.
Bæjarráð leggur til að Sparisjóður Svarfdæla verði áfram viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þar til annað verður ákveðið.

Byggðaráð - 687. fundur - 09.01.2014

Á 636. fundi bæjarrráðs þann 25. september 2012 lagði bæjarráð til við bæjarstjórn að Sparisjóður Svarfdæla verði áfram viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar þar til annað verður ákveðið, þar sem fyrir lá að Landsbankinn féll frá kaupum á Sparisjóðnum.

Nú liggur fyrir að Sparisjóður Svarfdæla hefur sameinast Sparisjóði Norðurlands undir nafni Sparisjóðs Norðurlands.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði í viðræður við Sparisjóð Norðurlands þar sem kannaður verði áhugi Sparisjóðs Norðurlands um viðskipti við sveitarfélagið.

Byggðaráð - 689. fundur - 23.01.2014

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Jónas M. Pétursson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands, kl. 09:10.
Jónas kynnti starfsemi Sparisjóðsins.

Jónas vék af fundi kl.09:30.

Byggðaráð - 690. fundur - 06.02.2014

Á 689. fundi byggðarráðs þann 23. janúar s.l. kom sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Norðurlands á fund byggðaráðs og kynnti starfsemi sjóðsins. Á 687. fundi byggðaráðs þann 9. janúar s.l. var samþykkt að fara í viðræður við Sparisjóð Norðurlands þar sem kannaður verði áhugi Sparisjóðs Norðurlands um viðskipti við sveitarfélagið.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Sparisjóður Norðurlands verði viðskiptabanki Dalvíkurbyggðar, á meðan annað er ekki ákveðið.