Sala íbúða; kauptilboð í Ásholt 2b

Málsnúmer 201203100

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 719. fundur - 27.11.2014

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti kauptilboð í húsnæði sveitarfélagsins við Ásholt 2b, fastanúmer 215-6669, móttekið 21.11.2014, frá Elvari Reykjalín, kt. 261254-7199. Tilboðsfjárhæð er kr. 8.300.000.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint kauptilboð og söluna á íbúðinni.

Byggðaráð - 760. fundur - 03.12.2015

Tekið fyrir bréf frá Varasjóði húsnæðismála, dagsett þann 19. nóvember 2015, þar sem fram kemur að á fundi ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála þann 11. nóvember 2015 var tekin fyrir umsókn um framlag vegna sölu á Ásholti 2b.



Fram kemur að ákvörðun nefndarinnar frá 20. apríl 2015 um að ekki verði tekið við umsóknum um söluframlög til afgreiðslu, nema að til komi heimild eiganda sjóðsins um að ganga á eigið fé sjóðsins, hefur ekki breyst.



Ef breyting verður gerð á þessari ákvörðun ráðgjafarnefndarinnar er óskað eftir því við Dalvíkurbyggð að endurnýja umsókn um framlag vegna sölu á félagslegum eignaríbúðum á almennan markað.
Lagt fram til kynningar.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að beina því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir lausn á þessu máli, því um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Dalvíkurbyggð og örugglega fleiri sveitarfélög í sömu stöðu.

Byggðaráð - 768. fundur - 18.02.2016

Tekið fyrir afrit af bréfi frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Varasjóðs húsnæðismála, bréf dagsett þann 3. febrúar 2016, þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 29. janúar 2016 var lögð fram bókun byggðaráðs Dalvíkurbyggðar frá 3. desember 2015 vegna afgreiðslu á umsókn ráðgjafarnefndar Varasjóðs húsnæðismála frá 11. nóvember 2015 á umsókn um framlag vegna sölu á félagslegri eignaríbúð. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar beinir því til stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir lausn á þessu máli, því um er að ræða mikið hagsmunamál fyrir Dalvíkurbyggð og fleiri sveitarfélög í sömu stöðu.



Eftirfarandi var samþykki af stjórn Sambandsins:

"Framkvæmdastjóra falið að ræða við stjórn Varasjóðs húsnæðismála með það markmiði að fundin verði lausn á vanda Dalvíkurbyggðar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að fylgja málinu eftir.