Umhverfisráð - 346, frá 18.12.2020

Málsnúmer 2012008F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 331. fundur - 19.01.2021

Fundargerðin er í 7 liðum.

Til afgreiðslu:
1. liður er sér liður á dagskrá.
2. liður er sér liður á dagskrá.
4. liður.
5. liður.
6. liður.
7. liður er sér liður á dagskrá.

Enginn tók til máls.
  • Með innsendu erindi dags. 01. desember 2020 óskar Guðlaugur Axel Ásólfsson eftir framkvæmdarleyfi til skógræktar á lögbýlinu Litla-Árskógi. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um að fela sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdaleyfi til skógræktar á lögbýlinu Litla-Árskógi.
  • Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Hringtún 42-48, Dalvík. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og úthlutun á lóðinni við Hringtún 42-48 til EGO húsa ehf.
  • Með innsendu erindi dags. 09. desember 2020 óskar Ottó Biering Ottósson fyrir hönd EGO húsa ehf. eftir lóðinni við Skógarhóla 11, Dalvík. Umhverfisráð - 346 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umsækjanda umbeðna lóð.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð og úthlutun á lóðinni við Skógarhóla 11 til Ego húsa ehf.