Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 968, frá 03.12.2020

Málsnúmer 2012001F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Fundargerðin er í 9 liðum.
Til afgreiðslu:
1. liður a.2.
1. liður a.3.
Liðir 3 og 4 eru sér liðir á dagskrá.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • a) Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, og Steinþór Björnsson, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdardeildar, í gegnum fjarfund TEAMS kl. 13:00.

    a.1 Börkur Þór og Steinþór kynntu tillögur sínar að niðurskurði í fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2024 fyrir umhverfis- og tæknisvið og Eignasjóð.
    a.2. Börkur Þór og Steinþór lögðu fram beiðni um tilfærslur á milli deilda í málaflokki 31 vegna viðhalds Eignasjóðs samkvæmt fjárhags- og viðhaldsáætlunum 2020.
    a.3. Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir kostnaðaráætlun vegna áfanga 2 hvað varðar götulýsingu og óskar eftir heimild til að ráðstafa svigrúmi í áætlun ársins 2020 vegna endurnýjunar á lýsingu á skólalóðar Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun frá Raftákni, samanber málsnúmer 201909134 frá 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september sl.

    Börkur Þór og Steinþór viku af fundi kl. 14:02.

    b) Tillögur sviðsstjóra vegna breytinga á fjárhagsáætlun á milli umræðna í sveitarstjórn.

    Til umræðu tillögur sviðsstjóra að hagræðingu og niðurskurði í rekstri og fjárfestingum vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2021 og þriggja ára áætlun 2022-2023 að beiðni byggðaráðs.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 968 a.1. Afgreiðslu frestað til næsta fundar byggðaráðs.
    a.2. Byggðráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
    a.3. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð. Á 327. fundi sveitarstjórnar þann 15. september var eftirfarandi bókað:
    "201909134 - Sveitarstjórn - 327 (15.9.2020) - Framkvæmdir umhverfis- og tæknisviðs 2020
    Til umræðu staða framkvæmda ársins 2020, undir þessum lið kom inn á fundinn Steinþór Björnsson, deildarstjóri eigna- og framkvæmdadeildar kl. 08:15
    Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir, sem leggur fram eftirfarandi tillögu.
    "Sveitarstjórn samþykk tillögu umhverfisráðs, að verði svigrúm innan fjárhagsáætlunar að loknum áfanga eitt á endurnýjun götulýsingar, verði farið í endurnýjun á lýsingu skólalóðar Dalvíkurskóla og lóðar við Íþróttamiðstöðina að því marki sem fjármagn dugar til.
    Sveitarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að koma með viðauka við framkvæmdaáætlun með kostnaðarútreikningi þegar ofangreint liggur fyrir."
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindu máli er því lokið án viðauka við framkvæmdaáætlun.
    b) Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu á tillögum til næsta fundar sem er aukafundur mánudaginn 7. desember nk. kl. 16:15.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lið a.2.; tilfærslur á milli deilda í viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum lið a.3.; beiðni um nýtingu fjárheimildar vegna götulýsingar 2020 í endurnýjun á lýsingu á skólalóð Dalvíkurskóla og við Íþróttamiðstöð.