Íþrótta- og æskulýðsráð - 125, frá 01.12.2020

Málsnúmer 2011024F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 330. fundur - 15.12.2020

Fundargerðin er í 4 liðum.
Til afgreiðslu:
1. liður.
Annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Enginn tók til máls um fundargerðina.
  • Lögð fram tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum.
    Alþingi ályktar að fela mennta- og menningarmálaráðherra að móta heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum í samvinnu við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og sveitarfélögin. Stefnan verði tímasett samhliða því að tryggður verði fjárhagslegur stuðningur við afreksfólk. Ráðherra leggi fram á Alþingi tímasetta stefnu um afreksfólk í íþróttum fyrir 1. júní 2021
    Íþrótta- og æskulýðsráð - 125 Íþrótta- og æskulýðsráð gerir ekki athugsemdir við þingsályktunina og fagnar því að stefnt skuli að því að gera heildstæða stefnu um afreksfólk í íþróttum. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir ofangreinda bókun íþrótta- og æskulýðsráðs.