Landbúnaðarráð - 128, frá 08.08.2019

Málsnúmer 1907002F

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 915. fundur - 22.08.2019

Til afgreiðslu:
2. liður.
  • Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett þann 23. apríl 2019, þar sem kynnt er frumkvæðisathugun ráðuneytisins frá því í janúar 2018 á grundvelli XI. kafla sveitarstjórnarlaga á því hvort og þá hvernig staðið hefði verið að breytingum á fjárhagsáætlunum þeirra sveitarfélaga þar sem misræmi á innsendum fjárhagsáætlunum sveitarfélaga fyrir árið 2016 og ársreikningum þeirra fyrir sama ár nam 5% eða meira. Það voru 26 sveitarfélög og var óskað eftir upplýsingum og skýringum frá hverju þeirra. Athugun ráðuneytisins hefur leitt i ljós að á umræddu ári var töluverður misbrestur á því að leitað væri heimildar sveitarstjórnar fyrir auknum útgjöldum og fjárfestingum áður en til þeirra var stofnað. Þessar niðurstöður leiða í ljós að framkvæmd fjárhagsáætlunar ársins 2016 var ekki í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga hjá a.m.k. þriðjungi sveitarfélaga landsins. Þeim sveitarfélögum sem tekin voru til skoðunar hefur þegar verið tilkynnt um niðurstöður athugarinnar. Ráðuneytið telur á hinn bóginn einnig mikilvægt að kynna öðrum sveitarfélögum þessa niðurstöðu og hvetja þau til að gæta þess að fjármálastjórn sé ávallt í fullu samræmi við ákvæði sveitarstjórnarlaga og reglugerðar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga nr. 1212/2015. Að síðustu skal það upplýst að ráðuneytið hyggst haustið 2020 gera að nýju könnun á framkvæmd sveitarfélaga að þessu leyti, nú vegna fjárhagsáætlana og ársreikninga 2019. Til umræðu ofangreint. Landbúnaðarráð - 128 Lagt fram til kynningar Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir erindi frá Zophoníasi Inga Jónmundssyni dags. 28. maí 2019 þar sem óskað er eftir breytingum á auglýstum gangnadögum. Landbúnaðarráð - 128 Eins og áður hefur komið fram hefur Landbúnaðarráð ekki sett sig upp á móti að bændur smali sín heimaupprekstarlönd á sína ábyrgð vegna sumarslátrunar óháð auglýstum gangnadögum, en taka skal fram að ef komi fram ókunnugt fé við þannig smölun þá skal því komið aftur á fjall.
    Landbúnaðarráð hafnar erindi Zophoníasar um að smalanir í heimaupprekstrarlöndum til sumarslátrunar í ágústmánuði teljist til gangnadagsverka að hausti. Hinsvegar skal bent á þann möguleika sem hefur verið notaður í einstaka fjallskiladeildum að ef lítil kindavon er á vissum svæðum og þau svæði mun auðveldari til smölunar en önnur svæði innan sömu deildar, að hafa allt að helmingi fleiri kindur á bakvið hvert gangnaskil á þeim svæðum. Fjallskilanefndir viðkomandi deildar geta tekið ákvarðanir um slíka tilhögun.
    Samþykkt með fjórum atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Fyrir liggur fjármagn úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar vegna tilfærslu á vegslóða við Kóngsstaði sem liggur að Skíðadalsafrétt.
    Formaður landbúnaðarráðs hefur með fulltrúum Kóngsstaða afmarkað tiltekið svæði fyrir nýjan vegaslóða.
    Landbúnaðarráð - 128 Sviðsstjóri upplýsti ráðið um að styrkur hafi borist í verkefnið og framkvæmdir á áætlun.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu staða endurnýjunar og viðhalds fjallgirðingar á Árskógsströnd 2019 Landbúnaðarráð - 128 Sviðsstjóri og formaður upplýstu ráðið um framgang verkefnisins miðað við áætlun ársins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

    Fleira þarfnast ekki afgreiðslu byggðaráðs í fundargerðinni og eru þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs lagðir fram til kynningar.