Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885, frá 25.10.2018

Málsnúmer 1810009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Til afgreiðslu:
1. liður; sér liður á dagskrá.
2. liður; sér liður á dagskrá.
4. liður; sér liður á dagskrá.
5. liður; sér liður á dagskrá.
6. liður.
10. liður.
11. liður.
13. liður.

Lagt fram til kynningar.Er sér liður á dagskrá.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2018 og þær breytingar sem gerðar hafa verið frá heildarviðauka II.

    Sviðstjóri gerði grein fyrir að bætt hefur verið við viðauka nr. 37 vegna áætlaðs tekjujöfnunarframlags frá Jöfnunarsjóði að upphæð kr. 39.013.000

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi heildarviðauka III við fjárhagsáætun 2018 og vísar honum til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.
  • Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti helstu niðurstöður tillögu að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020 -2022 samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2019 og þriggja ára áætlun 2020-2022 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að farið verði sem fyrst í heildstæða skoðun á rekstri og fjárfestingum sveitarfélagsins með vinnuhópum kjörinna fulltrúa og starfsmanna.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 882. fundi byggðaráðs þann 4. október s.l. voru til umfjöllunar og skoðunar tillögur fagráða að gjaldskrám 2019. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt yfir allar gjaldskrár sem hlotið hafa umfjöllun. Samantektin sýnir tillögur að breytingum á milli áranna 2018 og 2019.

    Til umræðu ofangreint.


    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að ofangreindar gjaldskrár verði leiðréttar í samræmi við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019 og að þær verði þá teknar aftur til umfjöllunar og afgreiðslu byggðaráðs."

    Sveitarstjóri kynnti uppfærða samantekt á gjaldskrám í samræmi með leiðréttingum miðað við útgefnar forsendur með fjárhagsáætlun 2019.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fyrirliggjandi gjaldskrár verði uppfærðar eftir því sem við á miðað við uppfærða útreikninga í ofangreindri samantekt yfir gjaldskrár.
    Gjaldskrár 2019 komi síðan í heild sinni í endanlegri tillögu fyrir byggðaráð áður en þær fara til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Sveitarstjóri kynnti og lagði fram tillögu að álagningu fasteignaskatts og fasteignagjalda fyrir árið 2019.

    Lagt er til að álagningarprósenta fasteignaskatts og lóðarleigu verði óbreytt á milli ára og álagning fasteignagjalda verði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám vatnsveitu og fráveitu. Gjaldskrár vegna sorphirðu er í vinnslu.

    Lagt er til að fjöldi gjalddaga verði áfram 10.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri tillögu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, bréf dagsett þann 16. október 2018, þar sem fram kemur að stjórn Eyþings óskar eftir aukaframlagi frá sveitarfélögum vegna ráðningar framkvæmdastjóra í afleysingar til allt að sex mánaða. Hlutur Dalvíkurbyggðar er áætlaður kr. 575.877 af 9,3 m.kr.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 38 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 192.000 við deild 21800 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gert verði ráð fyrir ofangreindu í tillögu að fjárhagsáætlun 2019, kr. 384.000 á deild 21800.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2019 var eftirfarandi bókað:
    "Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var eftirfarandi bókað: "Tekin fyrir drög að reglum um leiguíbúðir hjá Dalvíkurbyggð og úthlutanir á þeim, bæði hvað varðar útleigu á almennum forsendum sem og á félagslegum forsendum. Til umræðu ofangreint. Frestað til næsta fundar." Með fundarbði byggðaráðs fylgdu ofangreind drög að reglum. Til umræðu ofangreint. Íris vék af fundi kl. 13:45
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela þjónustu- og innheimtufulltrúa og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að fullvinna ofangreind drög og leggja fyrir byggðaráð til umfjöllunar og afgreiðslu. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærð tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun íbúða.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að reglum um úthlutun leiguíbúða og þakkar starfsmönnum fyrir vinnuna að þessum reglum.
  • Til umræðu íbúafundur um laxeldismál sem haldinn var af Dalvíkurbyggð mánudaginn 22. október s.k. í félagsheimilinu Árskógi.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu fyrirliggjandi umsókna og erinda þar til fyrirhugaður kynningarfundur Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar um laxeldismál hefur farið fram. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Dagbjört Sigurpálsdóttir.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekið fyrir bréf frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 18. október 2018, þar sem upplýst er að hlutdeild Dalvíkurbyggðar í Sameignarsjóði EBÍ er 1,684% og greiðsla ársins er kr. 842.000 af 50 m.kr.Meginmarkið fjárfestingastefnu EBÍ er að greiða aðildarsveitarfélögunum árlega út ágóðahlut. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 15. október 2018, þar sem fram kemur að Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um dag nýrra kjósenda, 27. mál. Óskað er eftir að umsögn berist eigið síðar en 5. nóvember n.k.





    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október s.l. var eftirfarandi bókað:
    "Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2019 - 2023 , 172.mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi. "

    Sveitarstjóri kynnti tillögu sína að umsögn.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda umsögn eins og hún liggur fyrir. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda umsögn og samþykkir jafnframt að umsögnin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúana.

  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 12. október 2018, þar sem fram kemur að Umhverfis- og samgöngunefnd "Alþingis sendi til umsagnar tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019 -2033 , 173. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 26. október n.k. Ofangreint var tekið fyrir á fundi veitu- og hafnaráðs 17. október 2018 og eftirfarandi meðal annars bókað: "Við yfirlestur á ofangreindri tillögu til þingályktunar er ljóst að ekki er gert ráð fyrir neinum stórum verkefnum í Dalvíkurbyggð á því tímabili sem áætlunin tekur til. Veitu- og hafnaráð lýsir yfir vonbrigðum sínum að ekki er gert ráð fyrir að eftir árið 2023 sé brugðist við uppsafnaðri viðhaldsþörf hafnamannvirkja innan Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar og hvetur sveitarstjórn að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins."
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera drög að umsögn og leggja fyrir byggðaráð á næsta fundi."

    Sveitarstjóri kynnti tillögu að umsögn varðandi ofangreint.


    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að umsögn. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að umsögn og samþykkir jafnframt að umsögnin verði birt á heimasíðu sveitarfélagsins til upplýsingar fyrir íbúana.
  • Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 864. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 884. fundi byggðaráðs þann 18.10.2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Eyþingi, dagsett þann 4. október 2018, er varðar skipun í fulltrúaráð Eyþings. Dalvíkurbyggð á rétt á 2 fulltrúum.

    Óskað er eftir upplýsingum um skipun fulltrúa í síðasta lagi 22. október n.k.

    Lagt er til að fulltrúar Dalvíkurbyggðar verði:

    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson
    Kristján Hjartarson

    Sveitarstjóri situr einnig fundi fulltrúaráðsins sem stjórnarmaður í Eyþingi.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu."

    Breytingartillaga: Þar sem fyrir liggur að sveitarstjóri er annar af 2 fulltrúum Dalvíkurbyggðar er lagt til að hinn fulltrúi Dalvíkurbyggðar í ráðinu verði Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 885 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu um að Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson verði annar af 2 fulltrúum Dalvíkurbyggðar í fulltrúaráði Eyþings.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar eru því lagðir fram til kynningar.