Umhverfisráð - 311, frá 19.10.2018

Málsnúmer 1810006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

Til afgreiðslu:
2. liður.
3. liður.
5. liður.
10. liður.
11. liður.
12. liður, sér liður á dagskrá.
13. liður
14. liður
  • Trúnaðarmál 201808074.
    Undir þessum lið kom inn á fundinn Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs kl. 08:15.
    Umhverfisráð - 311 Bókað í trúnaðarmálabók
    Eyrún vék af fundi kl.08:27.
  • Á 309. fundi umhverfisráðs þann 3. september var eftirfandi bókað:
    "Umhverfisráð getur ekki fallist á umbeðna lagnaleið og óskar eftir því að strengirnir verði lagðir meðfram þjóðveginum að Skíðabraut 21til þess að minnka rask í Friðlandi Svarfdæla.
    Sviðsstjóra er falið að óska eftir nýrri tillögu."
    Til kynningar ný tillaga frá RARIK dags. 6. septeber 2018
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið framkvæmdarleyfi miðað við breytta legu strengjanna, en ráðið leggur áherslu á að umsagnir frá Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Fiskistofu, veiðifélagi Svarfaðardalsár og Vegagerðarinnar liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs varðandi framkvæmdaleyfi til RARIK miðað við breytta legu strengjanna með þeim fyrirvara um umsagnir sem fram koma í afgreiðslu umhverfisráðs.
  • Með innsendu erindi dags. 2. október 2018 óskar Hjörleifur Stefánsson eftir byggingarleyfi fyrir skemmu að Gullbringulæk samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur svisstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi með fyrirvara um að fornleifum verði ekki raskað.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um byggingaleyfi.
  • Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengdum Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð þakka Hjörleifi erindið.
    Á 883. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað.
    " a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging. "

    Umhverfisráð óskar eftir lista frá umhverfisstjóra yfir forgangsröðun verkefna fyrir árið 2019 miðað við þá fjármuni sem ætlaðir eru í Friðlandið.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu svar Vegagerðarinnar vegna vetrarþjónustu í Svarfaðar- og Skíðadal.
    Undir þessum lið kom á fundinn Heimir Gunnarsson frá Vegagerðinni kl. 09:00.
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð leggur til að forsendur verði óbreyttar frá fyrri ákvörðun Vegagerðarinnar.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráð hvað varðar vetrarþjónustu Vegagerðarinnar í Svarfardal og Skíðadal og að áfram verði fundað með Vegagerðinni að betri lausnum.
  • Til umræðu umferðarhraði á þjóðvegum í þéttbýli Dalvíkurbyggðar
    Umhverfisráð - 311 Heimir vék af fundi kl. 09:29
    Umhverfisráð þakkar Heimi fyrir greinagóða yfirferð á fyrirhuguðum verkefnum Vegagerðarinnar á næsta ári. Ráðið felur sviðsstjóra eftirfarandi.

    1. Kanna möguleika á flutningi á spennistöð RARIK við Hafnarbraut 28 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við gatnamót Skíðabraut/Hafnarbraut/Grundargata.
    2. Senda erindi á Vegagerðina vegna óskar um nýja gangbraut og bílastæði við Skíðabraut 7a
    3. Senda umsókn til Vegamálastjóra um göngustíg frá Olís að Árgerði þar sem göngustígurinn er komin inn á gildandi skipulag.
    4.Ráðið óskar eftir staðfestingu frá Vegagerðinni um að farið verði í yfirlögn á Skíðabraut og Hafnarbraut samhliða framkvæmdinni við gatnamót Skíðabrautar/Hafnarbrautar/Grundargötu.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendum rafpósti dags. 1. október 2018 óska þau Margrét Víkingsdóttir og Vignir Þór Hallgrímsson eftir því að sett verði upp gangbraut yfir Skíðabraut á Dalvík, sunnan við gatnamótin á Mímisvegi og Skíðabraut ásamt niðurtekt fyrir bílastæði sunnan við Skíðabraut 7a. Umhverfisráð - 311 Vísað í fyrri bókun undir máli nr. 201809040. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu framtíðaskipulag á opnu svæði milli Svarfaðarbrautar og Goðabrautar
    (gæsluvöllur).
    Umhverfisráð - 311 Ráðið leggur áherslu á að við endurskoðun Aðalskipulags Dalvíkurbyggðar verði ákveðið hvað gert verði við svæðið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar og umræðu staða framkvæmda við áningarstað við Hrísatjörn. Umhverfisráð - 311 Ráðið lýsir áhyggjum sýnum á aðkomu að svæðinu og leggur til að gatnamótin verði útfærð betur með umferðaöryggi í huga.
    Sviðsstjóra falið að ræða við Vegagerðina um málið.

    Lagt fram til kynningar
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 17. september 2018 óskar Jórunn Arnbjörg Magnúsdóttir eftir byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Goðabraut 11, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umóknina með fyrirvara um jákvæðar undirtektir úr grendarkynningu.
    Umhverfisráð felur sviðsstjóra að grendarkynna framkvæmdina eftirfarandi nágrönnum:
    Goðabraut 9 og 13
    Bjarkarbraut 6

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum afgreiðslu umhverfisráðs varðandi ofangreint byggingarleyfi.
  • .11 201810072 Umsókn um lóð
    Með innsendu erindi dags. 15. október 2018 sækja þau Anita Aanesen og Guðmundur Pálsson um lóðina við Hringtún 24, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi umsókn. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að ganga frá lóðarleigusamningi.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs um úthlutun á lóðinni við Hringtún 24.
  • Til kynningar er skipulagslýsing dags. 19. október 2018 vegna deiliskipulags í landi Laugahlíðar Svarfaðardal.
    Fyrirhugað er að ljúka vinnu við deiliskipulag íbúðar- og þjónustusvæðis, auk þess að fjölga íbúðarlóðum samkvæmt samþykktu aðalskipulagi.
    Umhverfisráð - 311 Sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs er falið að leita umsagnar um hana hjá umsagnaraðilum og Skipulagsstofnun og að kynna hana almenningi í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Með innsendu erindi dags. 17. október 2018 óskar Fanney Hauksdóttir AVH fyrir hönd Tréverks ehf eftir byggingarleyfi á lóðinni Hringtún 9 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar byggingaleyfi við Hringtún 9.
  • Með innsendu erindi dags. 17. október 2018 óskar Fanney Hauksdóttir AVH fyrir hönd Tréverks ehf eftir byggingarleyfi á lóðinni Hringtún 11 samkvæmt meðfylgjandi gögnum.

    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknin og felur sviðsstjóra að veita umbeðið byggingarleyfi.

    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
    Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs hvað varðar byggingaleyfi við Hringtún 11.
  • Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023, 172 mál.
    Lagt fram til kynningar
    Umhverfisráð - 311 Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar vill koma eftirfarandi umsögn á framfæri.
    Ráðið harmar að framkvæmdir við vegi 805,02-03 og 807,02-03 sem eru framdalir Svarfaðar og Skíðdals, séu ekki inni á tillögu að fimm ára samgönguáætlun.
    Ráðið felur sviðsstjóra að óska eftir fundi með Vegagerðinni vegna málsins.
    Niðurstaða þessa fundar Sleppa Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendu erindi dags. 12. október 2018 óskar Hildur Edwald fyrir hönd Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis eftir umsögn vegna þingsályktunar um samgönguáætlun 2019-2033, 173 mál.
    Lagt fram til kynningar
    Umhverfisráð - 311 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til umræðu innsent erindi frá Önnu Kristínu Guðmundsdóttur dags. 26. september 2018 þar sem óskað er nánari rökstuðnings vegna áður innsends erindis frá íbúum Túnahverfis. Umhverfisráð - 311 Umhverfisráði er falið að forgangsraða afar takmörkuðum fjármunum til margra mismunandi verkefna um allt sveitafélagið. Í vinnu við gerð framkvæmdaráætlunar töldum við mörg eldri verkefni brýnni.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Til kynningar yfirlit dags. 21.09.2018 frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti um lögmælt verkefni sveitarfélaga skv. 1.mgr.7.gr.sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Yfirlitinu er ætlað til leiðbeiningar fyrir sveitarfélög við stefnumótun og áætlanagerð ásamt því að auðvelda umræðu og yfirsýn yfir skyldur og hlutverk sveitarfélaga. Lögmælt verkefni sveitarfélaga er flokkuð eftir málaflokkum og hvort um lögskyld eða lögheimil verkefni er að ræða. Verkefni er lögskyld ef sveitarfélögum er skylt að rækja þau. Í lögheimilum verkefnum felst að sveitarfélag hefur svigrúm til þess að ákveða hvort verkefninu er sinnt. Umhverfisráð - 311 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Undir þessum lið mætti Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kl. 11:18
    Farið yfir stöðu mála eftir útsendingu á bréfi vegna hreinsunarátaks.
    Umhverfisráð - 311 Valur Þór vék af fundi kl. 11:45.
    Umhverfisráð þakka Val fyrir yfirferðina og leggur til að sent verði ítrekunarbréf á þá aðila sem ekki hafa orðið að neinu leyti við ábendingum.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Þórhalla Karlsdóttir.
    Jón Ingi Sveinsson.

    Lagt fram til kynningar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar.