Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883, frá 17.10.2018

Málsnúmer 1810005F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 306. fundur - 30.10.2018

2. liður; sér liður á dagskrá.
4. liður.
6. liður; sér liður á dagskrá.
  • Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 16:00.


    Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 877. fundi byggðaráðs þann 13. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi, kl. 13:09. Til umræðu og undirbúningur fyrir fyrirhugaðan íbúafund um "Gamla skóla" og framtíðarhlutverk hans.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að koma með inn á næsta fund byggðaráðs tillögu að könnun til íbúa um hvert framtíðarhlutverk húsnæðisins ætti að vera.
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að rafrænni könnun um ofangreint málefni.
    Til umræðu.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að könnun með áorðnum breytingum sem gerðar voru á fundinum."

    Upplýsingafulltrúi kynnti samantekt sína úr ofangreindri könnun. Könnunin var framkvæmd í gegnum kannanakerfið SurveyMonkey og var opin frá 25. september til og með 5. október 2018. Könnunin var birt á heimasíðu og facebooksíðu sveitarfélagsins og var öllum opin þátttaka. Heildarfjöldi spurninga voru 5 og alls bárust 204 svör.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að birta helstu niðurstöður á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
    Jón Ingi Sveinsson.

    Lagt fram til kynningar.

  • Á 37. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 3. október 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 36. fundi atvinnumála- og kynningarráðs var eftirfarandi meðal annars bókað:
    ,,Atvinnumála- og kynningarráð felur upplýsingafulltrúa að koma með tillögu að frekari hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun fyrir næsta fund ráðsins. "

    Upplýsingafulltrúi leggur fyrir ráðið tillögu að hátíðarhöldum ásamt kostnaðaráætlun.
    Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að leggja til að haldið verði upp á 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar með því að bjóða íbúum sveitarfélagsins í 20 ára afmæliskaffi. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð allt að 450.000.- á deild 21-500. "

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdið beiðni um viðauka að upphæð kr. 450.000 á deild 21500 vegna afmæliskaffis í tilefni af 20 ára afmæli Dalvíkurbyggðar.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 36 við fjárhagsáætlun 2018, allt að kr. 450.000 við deild 21500. Viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að samið verði við Basalt á grundvelli tilboðs.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar. Er sér liður á dagskrá.
  • Tekinn fyrir rafpóstur dagsettur þann 10. október 2018 frá Markaðsstofu Norðurlands þar sem kynnt er skýrsla um starf Flugklasans Air 66N síðustu mánuði.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Guðmundur St. Jónsson vék af fundi kl. 16:44 vegna vanhæfis.

    Tekinn fyrir rafpóstur frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, dagsettur þann 5. október 2018, þar sem kynnt er auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskiveiðiársins 2018/2019. Með auglýsingunni vill ráðuneytið gefa bæjar- og sveitarstjórnum kost á að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 á grundvelli 10. gr. laga nr. 116/2006, með síðari breytingum. Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2018.

    Til umræðu ofangreint.

    Margrét vék af fundi kl. 16:46.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Undir þessum lið tóku til máls:
    Guðmundur St. Jónsson sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu við umfjöllun og afgreiðslu og vék af fundi kl. 19:29. Þórhalla Franklín Karlsdóttir, 2. varaforseti, tók því við fundarstjórn.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs um að fela sveitarstjóra að sækja um byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2018/2019, Guðmundur St. Jónsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
  • Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:47.

    Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 16:48.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra UT-sviðs um að keyptur verði Nissa Leaf N-Connecta ásamt vetrardekkjum á felgum og hleðslustöð. Áætlaður heildarkostnaður er nálægt þeim 5 m.kr. sem gert er ráð fyrir í bílakaup á þessu ári fyrir UT-svið.

    Til umræðu ofangreint.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til fjárhagsáætlunar 2019 og heimilar kaup á ofangreindri tegund að bifreið með fyrirvara um að tillagan verði samþykkt í fjárhagsáætlun 2019 af sveitarstjórn. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:30 og tók aftur við fundarstjórn.

    Lagt fram til kynningar.
  • Tekin fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 þannig að áætlað framlag að upphæð 2,0 m.kr. vegna stoðveggja við Hafnarbraut 16 og 18 færist yfir á fjárhagsáætlun 2019 þar sem húseigendur munu ekki hefja framkvæmdir fyrr en á næsta ári samkvæmt samþykktu samkomulagi sem tekið var fyrir á fundi byggðaráðs nr.879. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 37 við fjárhagsáætlun 2018 þannig að liður 09290-4620 verði kr. 0. Viðaukunum verði mætt með hækkun á handbæru fé.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi hvað varðar árið 2019 til gerðar fjárhagsáætlunar 2019.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.Er sér liður á dagskrá.
  • Tekin fyrir greinargerð frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, dagsett þann 11. október 2018, er varðar framkvæmdir við rennibrautir við Sundlaug Dalvíkur og framúrkeyrslu á kostnaði umfram heimildir.

    Í upprunalegri áætlun var gert ráð fyrir 35,0 m.kr. í rennibraut en bygginganefnd Sundlaugar Dalvíkur mælti með að keypt yrði tvöföld vatnsrennibraut og óskaði því eftir viðauka að upphæð 15 m.kr., sbr. erindi dagsett þann 26. mars 2018. Áætlaður heildarkostnaður við verkið var kr. 49.931.020 og samþykkt heimild á fjárhagsáætlun 50 m.kr.

    Í greinargerð sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs kemur fram að heildarkostnaður við rennibrautirnar varð kr. 66.749.331 eða 33,5% fram yfir heimild og er farið yfir ástæður þess að verkið var mun kostnaðarsamara en gert var ráð fyrir í greinargerðinni.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá Hjörleifi Hjartarsyni, dagsett þann 18. ágúst 2018, þar sem Hjörleifur minnir á að við gerð fjárhagsáætlunar 2019 þurfi að gera ráð fyrir verkefnum tengd Friðlandi Svarfdæla sem áður voru á höndum Náttúruseturs á Húsabakka.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs og óskar eftir að fá rökstudda tillögu að afgreiðslu."

    Á fundinum upplýsti sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs að erindið hefur ekki verið tekið fyrir í umhverfisráði þar sem beðið er eftir viðbrögðum frá Umhverfisstofnun varðandi drög að samkomulagi á milli Dalvíkurbyggðar og Umhverfisstofnunar um Friðland Svarfdæla.

    Á 857. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar 2018 var meðal annars bókað:"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að eiga fund með Umhverfisstofnun um ofangreind samningsdrög og koma ábendingum sem fram hafa komið á framfæri."

    Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs gerði grein fyrir fundi sem hann og fyrrverandi sveitarstjóri áttu með Umhverfisstofnun og hvar málið er statt.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með Umhverfisstofnun við fyrsta tækifæri í Dalvíkurbyggð svo hægt sé að ljúka málinu hið fyrsta.

    b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir kr. 1.000.000 á fjárhagsáætlun 2019 vegna Friðlands Svarfdæla; viðhald og uppbygging.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Á 878. fundi byggðaráðs þann 20. september 2018 var eftirfarandi bókað:
    "Á 221. fundi félagsmálaráðs þann 18. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
    a)Félagsmálaráð leggur til að byggðarráð samþykki styrk til bílakaupa til Dalbæjar með þeim rökum að með nýjum lögum er aukin þörf á slíkum bíl til ferðaþjónustu fatlaðra í sveitarfélaginu. Við leggjum til að gerður verði þjónustusamningur um samnýtingu bifreiðarinnar milli Dalbæjar og félagsmálasviðs. Við leggjum til að styrkurinn verði í hlutfalli við áætlaða nýtingu sviðsins á bifreiðinni. b) Félagsmálaráð vísar erindinu samhljóða til eignarsjóðs og telur sig ekki hafa forsendur til að meta umsókn þessa. "
    Vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2019 og 2020-2022."

    Til umræðu ofangreint.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 17:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að gert verði ráð fyrir allt að kr. 6.000.000 framlagi frá Dalvíkurbyggð vegna kaupa á bifreið fyrir Dalbæ og gerður verði samningur á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar um afnot sveitarfélagsins. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • a) Starfsáætlanir

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdu uppfærðar starfsáætlanir frá umhverfis- og tæknisviði og fræðslu- og menningarsviði.

    b) Rekstur og rammar

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á niðurstöðum vinnubóka í samanburði við fjárhagsramma. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir frávik.

    c) Viðhald

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga að viðhaldi Eignasjóðs.
    Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir breytingar á milli funda.

    d) Framkvæmdir

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi uppfærð tillaga frá umhverfis- og tæknisviði að framkvæmdum Eignasjóðs

    e) Beiðnir um búnaðarkaup

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á beiðnum stjórnenda um búnaðarkaup. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantektina og frávik á milli beiðna, áætlunar og endurnýjaráætlunar vegna tölvu- og hugbúnaðamála.

    f) Afgreiðslur á erindum

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á erindum sem bárust vegna auglýsingar um fjárhagsáætlun, umfjöllun og afgreiðslur á þeim. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðu mála.

    g) Önnur mál.

    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á öðrum útistandandi atriðum sem á eftir að taka ákvörðun um.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 a) Lagt fram til kynningar.
    b) Lagt fram til kynningar.
    c) Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að taka út úr viðhaldsáætlun Eignasjóðs 5,0 m.kr. vegna girðingar við Sundlaug Dalvíkur.
    d) Lagt fram til kynningar.
    e) Á fundinum var unnið að breytingum á áætlun um búnaðarkaup á grundvelli frávika.
    f) Lagt fram til kynningar.
    g) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að 2,0 m.kr. verði settar á deild 13800 inn á fjárhagsáætlun 2019 vegna nýsköpunar- og þróunarstyrkja í samræmi við fyrirliggjandi drög að reglum.

    Á fundinum var farið yfir bókanir veitu- og hafnaráðs frá 79. fundi þann 17. október 2018, mál 201808031 og mál 201707032. Byggðaráð felur sveitarstjóra að fara yfir málin með sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs.

    Frekari umfjöllun frestað til næsta fundar.
    Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883
  • Frestað til næsta fundar. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 883 Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarsjórnar, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu eru því lagðir fram til kynningar.