Fræðsluráð - 226, frá 23.05.2018.

Málsnúmer 1805011F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 304. fundur - 11.06.2018

Til afgreiðslu:

1. liður; vísa til byggðaráðs til endanlegrar afgreiðslu.
2. liður; vísa til byggðaráðs.
6. liður; þarf í ferli.
  • Lögð fram beiðni frá Erlu Hrönn Sigurðardóttur, leikskólakennara, um launalaust leyfi frá störfum í Krílakoti í eitt ár frá og með 15. ágúst 2018. Fræðsluráð - 226 Fræðsluráð samþykkir með 3 atkvæðum að veita leyfið. Valdemar Viðarsson og Auður Helgadóttir sátu hjá.
















    Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tóku:
    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til afgreiðslu byggðaráðs eins og reglur um launalaust leyfi kveða á um.
    Guðmundur St. Jónsson.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
  • Sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs og leikskólastjóri Krílakots lögðu fram beiðni um ráðningu í nýja stöðu verkefnastjóra sérkennslu á Krílakoti. Um er að ræða 100% starf. Leikskólakennari sem nú er að láta af 75% starfi hefur sinnt sérkennslu fram að þessu. Auk þess er óskað eftir 15% viðbótarstöðugildi til sérkennslu vegna aukinna þarfa. Samtals er um 40% aukningu stöðugilda að ræða. Áætlaður kostnaður við þessa aukningu er um það bil 3.000.000 kr.á ári. Fræðsluráð - 226 Fræðsluráð samþykkir beiðnina með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs í samræmi við reglur um beiðnir um viðauka við fjárhagsáætlun.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.
  • Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála, gerði grein fyrir umsóknum um stöðu skólastjóra Árskógarskóla. Umsækjendur eru tveir og leggur sviðsstjóri til að Jónína Garðarsdóttir leik- og grunnskólakennari verði ráðin í starfið. Fræðsluráð - 226 Fræðsluráð leggur einróma til að Jónínu verði boðið starfið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, skólastjóri, kynnti ráðningu Guðrúnar Ástu Þrastardóttur, framhaldsskólakennara, í afleysingarstarf umsjónarkennara við Árskógarskóla frá 1. ágúst 2018 til 1. apríl 2019. Tveir umsækjendur voru um starfið, hvorugur þeirra grunnskólakennari. Gitta Unn Ármannsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólakennara við skólann og var hún eini umsækjandinn um stöðuna. Fræðsluráð - 226 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • .5 201503209 Námsárangur
    Með fundarboði fylgdi skýrsla vinnuhóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla við lok síðasta af þremur starfsárum hans. Einnig fundargerðir 51., 52. og 53. fundar vinnuhópsins. Fræðsluráð - 226 Lagt fram til kynningar. Fræðsluráð þakkar starfshópnum fyrir góða vinnu og greinargóða skýrslu og leggur mikla áherslu á að farið verði að tillögu starfshópsins um að fagráð taki við keflinu og skili fundargerðum til fræðsluráðs eins og starfshópurinn hefur gert. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
  • Lagt var fram bréf frá Dóróþeu Reimarsdóttur, dagsett 16. maí 2018, þar sem hún segir upp starfi kennsluráðgjafa á fræðslusviði frá og með 1. nóvember 2018. Fræðsluráð - 226 Fræðsluráð þakkar Dóróþeu samstarfið og óskar henni velfarnaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Fræðsluráð felur sviðsstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar sem fyrst. Niðurstaða þessa fundar Vísað áfram Bókun fundar Til máls tók:
    Katrín Sigurjónsdóttir sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs í ferli samkvæmt Samþykkt um fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar og Mannauðsstefnu sveitarfélagsins.

    Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu Katrínar.

    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað í fundargerðinni þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar og eru því þeir liðir lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn sem ekki þarfnast afgreiðslu.