Fræðsluráð - 223, frá 14.02.2018

Málsnúmer 1802010F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

 • Lagt var fram bréf frá Helgu Írisi Ingólfsdóttur, Helga Einarssyni, Júlíönu Kristjánsdóttur og Ísak Einarssyni sem barst með rafpósti 8. janúar 2018. Bréfið er stílað á fræðsluráð og byggðaráð og er þess efnis að fundin verði lausn á að börn fái leikskólapláss við 9 mánaða aldur. Afgreiðsla byggðaráðs á erindi þeirra var einnig kynnt sem og greinargerð sviðsstjóra og skólastjóra Krílakots sem þeir lögðu fyrir byggðaráð 18. janúar 2018. Fræðsluráð - 223 Bréfið og afgreiðsla byggðaráðs lögð fram til kynningar. Með vísan í fundargerð byggðaráðs 18. janúar 2018 þá er verið að vinna í starfsmannamálum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Fyrstu drög að skóladagatali fyrir skólaárið 2018-2019 lögð fram. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar og umræðu. Á næsta fundi fræðsluráðs verða dagatöl allra skólanna lögð fram til endanlegrar afgreiðslu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á fundi skólastjóra Dalvíkurskóla, Árskógarskóla og Krílakots með sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs þann 17. janúar 2018 var gerð tillaga að ráðstöfun fjármuna úr Fræðslusjóði Dalvíkurbyggðar nú þegar hann verður lagður niður. Með tilliti til nemendafjölda er lagt að Dalvíkurskóli fái kr. 1.000.000, Krílakot kr. 500.000 og Árskógarskóli kr. 200.000 til kaupa á nýjum kennslugögnum. Fræðsluráð - 223 Fræðsluráð samþykkir tillöguna með 5 atkvæðum. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Frestað til næsta fundar. Fræðsluráð - 223 Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Borist hefur skrá frá Samband íslenskra sveitarfélaga yfir þá íbúa í Dalvíkurbyggð sem verða 6 ára á árinu 2018. Skráin fylgdi fundarboði. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • .6 201503209 Námsárangur
  Fundargerðir 46., 47. og 48. fundar starfshóps um bættan námsárangur í Dalvíkurskóla fylgdu fundarboði. Fræðsluráð - 223 Lagt fram til kynningar og umræðu. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Heiðar Davíð Bragason íþróttakennari við Dalvíkurskóla óskar eftir launalausu leyfi skólaárið 2018-2019. Fræðsluráð - 223 Fræðsluráð samþykkir með 5 atkvæðum að veita Heiðari Davíð Bragasyni launalaust leyfi í 12 mánuði frá 1. ágúst 2018 til 31. júlí 2019. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Á fundinum lagði Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson skólastjóri Árskógarskóla fram uppsagnarbréf sitt og tekur uppsögnin gildi frá og með 30. júní 2018. Fræðsluráð - 223 Lagt fram. Fræðsluráð leggur til að staðan verði auglýst sem fyrst. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liður fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.