Íþrótta- og æskulýðsráð - 98, frá 13.02.2018

Málsnúmer 1802009F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 300. fundur - 20.02.2018

 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Farið var yfir reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að breytingum miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Rætt um leiðbeiningar um viðbrögð starfsmanna við brotlegri/ósiðlegri hegðun í íþróttamannvirkjum. Ráðið felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna drög og leggja fyrir næsta fund. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að gera drög að vinnureglum vegna stigagjafar umsækjenda í afreks- og styrktarsjóð og leggja fyrir næsta fund. Einnig þarf að skoða aldursviðmið. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að ræða við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð og kanna hvort slíkir verkferlar séu til staðar og ef ekki að hvetja þau til að setja sér slíka verkferla. Staðan verði svo tekin á vorfundi ráðsins í maí. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Telma Björg Þórarinsdóttir hefur óskað eftir launalausu leyfi frá störfum við íþróttamiðstöð Dalvíkurbyggðar í eitt ár, eða frá 1.september 2018 til 1. september 2019 vegna náms við háskólabrú Keilis. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir umsóknina samhljóða. Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.
 • Íþrótta- og æskulýðsráð - 98 Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með 5 atkvæðum að bæta þessum dagskrálið við áður auglýsta dagskrá.
  Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að endurskoðuð verði staðsetning bílastæða og kastvallar á deiliskipulaginu. Kastvöllur verði færður nær æfingasvæði með það í huga að akstur fari ekki í gegnum íþróttasvæði en aðkoma bíla að íþróttamiðstöð verði tryggð frá suðurenda. Gera þarf ráð fyrir að loka á hringasktur við íþróttamiðstöð þannig að umferð fari ekki áfram í gegnum Svarfaðarbraut. Markmiðið með þessum breytingum er að auka aðgengi að íþróttamiðstöð og draga um leið úr umferð í Mímisvegi og Svarfaðarbraut.
  Niðurstaða þessa fundar Lagt fram til kynningar Bókun fundar Lagt fram til kynningar.

  Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir lagðir fram í sveitarstjórn.