Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58, frá 08.02.2017

Málsnúmer 1702004

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 289. fundur - 21.02.2017

  • .1 201702027 Fundargerðir 2017
    Fyrir fundinum lá fundargerð 391. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23. janúar sl. Um símafund var að ræða en hann var haldinn í Allsherjarbúð að Borgartúni 30 í Reykjavík. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lögð fram til kynningar.
  • Á síðasta fundi veitu- og hafnaráðs var samþykkir að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra að afla upplýsingar um stöðu málsins hjá Innanríkisráðuneyti og Vegagerð ríkisins. Þeir fundir voru haldnir 13. janúar sl. með fyrrgreindum aðilum á skrifstofum þeirra. Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnamála tók vel í erindið og óskaði eftir skriflegum upplýsingum sem nú hafa verið sendar til ráðuneytisins. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lagt fram til kynningar.
  • Með rafpósti sem dagsettur er 10. janúar 2017 lýsir Míla yfir áhuga á samstarfi við sveitarfélög um lagningu ljósleiðara í dreifbýli.

    Til frekari skýringar þá er lokið að tengja nánast öll heimili í dreifbýli í Dalvíkurbyggð við ljósleiðara samkvæmt samningi við Tengi hf.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Lagt fram til kynningar
  • Margrét Víkingsdóttir upplýsingafulltrúi kom á fund ráðsins undir þessum lið og gerði ráðsmönnum grein fyrir þeirri vinnu sem er í gangi við gerð atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Ráðið þakkar Margréti fyrir yfirferð á þeim drögunum sem liggja fyrir að atvinnu- og auðlindastefnu fyrir Dalvíkurbyggð.
  • Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur tekið jákvætt í erindi Laxós ehf. um lóð fyrir seiðaeldisstöð við ósa Þorvaldsdalsár á Árskógssandi. Breyta þarf Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 þannig að þar verði skilgreint athafnasvæði. Auk þess þarf að vinna deiliskipulag svæðisins. Svæðið er á mörkum þéttbýlisuppdráttar Árskógssands en er að mestu leyti á sveitarfélagsuppdrætti aðalskipulagsins.
    Lýsing hefur verið tekin saman þar sem gerð er grein fyrir helstu forsendum, meginatriðum fyrirhugaðra breytinga, líklegum áhrifum þeirra og skipulagsferli. Óskað er eftir umsögn veitu- og hafnaráðs Dalvíkurbyggðar fyrir 2. febrúar 2017.

    Í kostagreiningu sem liggur undir málinu er einn valkostur um að seiðaeldisstöðin verði byggð út í sjó fyrir sunnan höfnina að Árskógssandi. Það svæði er innan hafnamarka Árskógshafnar með vísan til þeirra skilgreinarar sem gerð var á árinu 2007.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Veitu- og hafnaráð mælir með því að kostnaðargreina þá valkosti sem eru til skoðunar m.t.t. kostnaðar sveitarfélagsins og velja síðan þann kost sem er hagstæðastur fyrir sveitarfélagið og sem samfélagið er sáttast við.
  • Fyrir hönd Dalvíkurbyggðar er hér með óskað eftir umsögn veitu- og hafnarráðs vegna deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík Dalvíkurbyggð.
    Í deiliskipulagstillögunni er gert ráð fyrir þremur nýjum lóðum til viðbótar við þær fjórar lóðir sem fyrir eru innan skipulagssvæðisins. Lóðirnar eru ýmist undir rað- og parhús.
    Umsögn við deilskipulagstillöguna óskast sent fyrir 2. febrúar 2017.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 58 Veitu- og hafnaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi deiliskipulagstillögu íbúðarsvæðis við Kirkjuveg á Dalvík. Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert í fundargerðinni þarfnast afgreiðslu sveitarstjórnar, eru því allir liðir í fundargerðinni lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.