Umhverfisráð - 285, frá 02.12.2016

Málsnúmer 1611015

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 287. fundur - 13.12.2016

4. liður sér liður á dagskrá.
  • Til kynningar umsögn vegna undanþágu frá ákvæðum friðlýsingar vegna fyrirhugaðrar brúargerðar við Hánefsstaðarreit. Umhverfisráð - 285 Lagt fram til kynningar.
  • Með innsendi erindi dags. 15. nóvember 2016 óskar Freyr Antonsson fyrir hönd Artic Sea Tours eftir leyfi til starfrækja kayak ferði á Svarfaðardalsá samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráði líst vel á hugmyndina en áður en leyfi er gefið út óskar ráðið eftir að umsækjandi afli umsagna frá friðlandsnefnd Friðlands Svarfdæla og Veiðifélagi Svarfaðardalsár.
    Einnig óskar ráðið eftir upplýsingum um hvort fyrirhugað sé að vera með aðstöðu á svæðinu og ef svo er, hvar verður hún þá staðsett?
  • Til kynningar drög að verndar- og stjórnunaráætlun fyrir Friðland Svarfdæla frá Umhverfisstofnun dags. 03. nóvember 2016. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráði Dalvíkurbyggðar líst vel á drögin og gerir ekki athugasemdir. Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason, sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
    Sveitarstjórn heimilar sveitarstjóra að gera viðeigandi athugasemdir við "Verndar- og stjórnunaráætlun Friðlands Svarfdæla 2017-2026 sem er nú í kynningarferli hjá Umhverfisstofnun".

    Guðmundur St. Jónsson.
    Heiða Hilmarsdóttir.

    Sveitarstjórn samþykkir ofangreinda tillögu Bjarna Th. Bjarnasonar með 5 atkvæðum, Guðmundur St. Jónsson og Valdís Guðbrandsdóttir sitja hjá.
  • Deiliskipulagstillagan var auglýst í skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þann 12. nóvember 2016 með athugasemdafresti til 25. nóvember 2016. Engin athugasemd barst á auglýsingatíma. Umhverfisráð - 285 Umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar ásamt samantekt um málsmeðferð. Geri Skipulagsstofnun ekki athugasemdir við samþykkta tillögu skal sviðsstjóri auglýsa gildistöku deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda.
    Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum
  • Til umræðu losun og geymsla á hænsnaskít í námu við Ytra-Holt. Umhverfisráð - 285 Þar sem náman við Ytra-Holt er ekki viðurkenndur urðunarstaður getur umhverfisráð ekki sætt sig við að náman sé notuð sem slík. Matfugli ber að finna varanlega lausn á losun hænsnaskíts frá sínum rekstri.
    Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar leggur áherslu á að við endurnýjun á starfsleyfi frá HNE verði gerðar skýrar kröfur um meðhöndlun á úrgangi frá starfseminni.
    Samþykkt með fimm atkvæðum.
    Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu sveitarstjórnar í fundargerðinni, 4. liður er sérliður á dagskrá. Eru því þeir liðir fundargerðarinnar sem ekki þarfnast afgreiðslu lagðir fram til kynningar í sveitarstjórn.