Landbúnaðarráð - 106, frá 11.08.2016.

Málsnúmer 1608003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 786. fundur - 18.08.2016

Til afgreiðslu:

1. liður.

3. liður.
  • Með innsendum erindum dags. 2 ágúst 2016 óskar fjallskiladeild Árskógsdeildar eftir breytingum á fyrirkomulagi gagna. Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu og felur fjallskilanefnd/fjallskilastjóra Árskógdeildar að ræða umbeðnar breytingar við viðkomandi aðila. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðarráðs.
  • Fundargerð fjallskiladeildar Svarfaðardalsdeildar 2015 lögð fram til kynningar. Landbúnaðarráð - 106 Lagt fram til kynningar.
    Ráðið óskar eftir því við allar fjallskiladeildir að leggja fram fundargerðir nefndanna í síðasta lagi 1. mars ár hvert.
  • Með innsendu erindi dags. 24. júní 2016 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir búfjárleyfi fyrir 20 hænur og 15 endur. Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum afgreiðslu landbúnaðaráðs.
  • Upplýsingar um framkvæmd fjallskila frá Bændasamtökum Íslands Landbúnaðarráð - 106 Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að útbúa bréf til Bændasamtaka Íslands í samráði við ráðsmenn. Bókun fundar Enginn tók til máls og annað þarfnast ekki afgreiðslu.