Landbúnaðarráð

106. fundur 11. ágúst 2016 kl. 10:00 - 11:15 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Guðrún Anna Óskarsdóttir og Freyr Antonsson mættu ekki til fundar og boðuðu ekki varamenn.

1.Erindi frá fjallskiladeild Árskógsdeildar vegna gangna 2016.

Málsnúmer 201608024Vakta málsnúmer

Með innsendum erindum dags. 2 ágúst 2016 óskar fjallskiladeild Árskógsdeildar eftir breytingum á fyrirkomulagi gagna.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við umbeðna breytingu og felur fjallskilanefnd/fjallskilastjóra Árskógdeildar að ræða umbeðnar breytingar við viðkomandi aðila.

2.Fundargerðir fjallskiladeilda 2015

Málsnúmer 201509159Vakta málsnúmer

Fundargerð fjallskiladeildar Svarfaðardalsdeildar 2015 lögð fram til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

Ráðið óskar eftir því við allar fjallskiladeildir að leggja fram fundargerðir nefndanna í síðasta lagi 1. mars ár hvert.

3.Umsókn um leyfi til búfjárhalds

Málsnúmer 201606118Vakta málsnúmer

Með innsendu erindi dags. 24. júní 2016 óskar Svavar Örn Sigurðsson eftir búfjárleyfi fyrir 20 hænur og 15 endur.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

4.Upplýsingar um framkvæmd fjallskila

Málsnúmer 201608028Vakta málsnúmer

Upplýsingar um framkvæmd fjallskila frá Bændasamtökum Íslands
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar felur sviðsstjóra að útbúa bréf til Bændasamtaka Íslands í samráði við ráðsmenn.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðrún Erna Rudolfsdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs