Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762, frá 17.12.2015.

Málsnúmer 1512009

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 276. fundur - 19.01.2016

  • Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.

    Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé. Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs. "

    Á fundinum fóru sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóri yfir greiningu þeirra og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs og hálkuvarna.

    Til umræðu ofangreint.

    Valur vék af fundi kl. 13:40.
    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Lagt fram til kynningar.
  • .2 201408038 Málefni Húsabakka
    Á 757. fundi byggðaráðs þann 5. nóvember 2015 var eftirfarandi bókað:
    "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Auðunn Bjarni Ólafsson, framkvæmdastjóri Húsabakka ehf., Sigurjóna Ólöf Högnadóttir, og Elín Gísladóttir, stjórnarmaður í Húsabakka ehf., kl. 16:20, Á 756. fundi byggðaráðs þann 29. október 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var minnisblað sveitarstjóra og framkvæmdastjóra Húsabakka ehf. dagsett þann 8. júlí 2015 lagt fram til kynningar. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda inn erindi til ríkisins er varðar eignarhluta þess í byggingum á Húsabakka. Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum sem hefur verið aflað á milli funda. Lagt fram til kynningar. " Til umræðu ofangreint. Framkvæmdastjóri Húsabakka ehf. lagði fram samantekt til byggðaráðs, dagsett þann 5. nóvember 2015. Auðunn Bjarni, Sigurjóna og Elín viku af fundi kl. 16:56.
    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda hluthafafundi Húsabakka ehf. erindi fyrir hönd byggðaráðs í samræmi við umræður á fundinum."

    Hugmynd að samkomulagi við Húsabakka ehf. var send til stjórnar Húsabakka í bréfi dagsettu þann 18. nóvember 2015.
    Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafbréf dagsett þann 14. desember 2015 sem er svar Húsabakka ehf. við ofangreindu erindi Dalvíkurbyggðar. Fram kemur meðal annars að almennur hluthafafundur Húsabakka ehf. samþykkti að fela stjórn og framkvæmdarstjóra að ganga til samninga við Dalvíkurbyggð á grundvelli erindis frá 18/11 2015.

    Börkur Þór vék af fundi kl. 13:58.

    Til umræðu ofangreint.

    Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, í samráði við lögmann sveitarfélagsins, að vinna drög að samkomulagi við Húsabakka ehf. Stefnt skuli að því að drögin verði tekin fyrir á fundi byggðaráðs 7. janúar 2016.
  • .3 201512026 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762
  • .4 201512059 Trúnaðarmál
    Bókað í trúnaðarmálabók. Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 762 Bókun fundar Enginn tók til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.