Menningarráð - 55, frá 17.12.2015

Málsnúmer 1512008

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn - 276. fundur - 19.01.2016

  • Menningarráð - 55 Menningarráð færir Hildi Ösp bestu þakkir fyrir störf hennar að menningarmálum í Dalvíkurbyggð, þakkar henni samstarfið og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi.
  • Á síðasta fundi fól Menningarráð íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að gera drög að reglum um tilnefningu bæjarlistamanns Dalvíkurbyggðar. Menningarráð - 55 Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Til máls tóku:
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
    Valdemar Þór Viðarsson.
    Guðmundur St. Jónsson.
  • Á síðasta fundi óskaði Menningarráð eftir því við forstöðumann Byggðasafnsins að skoða með hvaða hætti væri best að varðveita sýningarvélar sem staðsettar eru í Ungó.
    Forstöðumaður skoðaði aðstöðu og telur að um mikil menningarverðmæti sé að ræða. Leitaði hún eftir áliti frá Kvikmyndasafni Íslands. Þar kemur fram að í sögulegu tilliti sé best að hafa vélarnar á sínum upprunalega stað. Sýningarklefinn á Dalvík er sennilega einn elsti óbreytti sýningarklefi landsins.

    Ljósmynda þyrfti klefann betur til að varðveita heimildir um hann ef svo færi að hann yrði tekinn niður. Kvikmyndasafn Íslands hefur mikinn áhuga á að fá að fylgjast með framvindu þessa merkilega menningarmálefnis á Dalvík.
    Menningarráð - 55 Menningarráð tekur undir með því sem fram kemur í bréfi frá Kvikmyndasfni Íslands og vill skoða leiðir til að sýningarvélarnar getir verið áfram á upprunalegum stað.
  • Menningarráð - 55 Menningarráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að auglýsa eftir áhugasömum einstaklingum til að taka að sér vinnu við að afla munnlegra heimilda vegna undirbúnings við ritun sjávarútvegssögu Dalvíkurbyggðar.
    Í áætlun ársins 2015 er óráðstafað um 600.000 úr styrktarsjóði og vegna verkefna sem ekki verða á árinu og leggur til að þessir fjármunir verði notaðir vegna ofangreindrar heimildaröflunar.
    Bókun fundar Til máls tóku:
    Guðmundur St. Jónsson.
    Bjarni Th. Bjarnason.
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • Héraðsskjalavörður óskar eftir því að stöðuhlutfall það sem nýtt hefur verið í verkefnið "Vísnavefurinn Haraldur" þ.e. 30 % staða verði áfram til staðar og sérstaklega með skráningu á ljósmyndum og meðferð þeirra í huga. Menningarráð - 55 Stöðuhlutfallið er ekki inn í nýsamþykktri fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 og samþykkir Menningarráð að vísa þessu til umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.
  • Farið var yfir núgildandi erindisbréf Menningarráðs. Menningarráð - 55 Afgreiðslu frestað
  • .7 201512067 jólasveinabúningar
    Menningarráð - 55 Bent hefur verið á að halda þurfi áfram að endurnýja jólasveinabúninga. Menningarráð samþykkir að keyptir verði 4 jólasveinabúningar. Kaupin rúmast innan fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015. Bókun fundar Vísað á lið 05810-9110 í fjárhagsáætlun 2015.


    Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og ekkert þarfnast afgreiðslu.