Landbúnaðarráð

99. fundur 16. september 2015 kl. 13:00 - 14:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Freyr Antonsson boðaði forföll, en engin kom í hans stað.
Guðrún Erna Rudolfsdóttir boðaði forföll og í hennar stað mætti Þorleifur Albert Reimarsson.

1.Umsókn um auka beitiland að Hamri

Málsnúmer 201509055Vakta málsnúmer

Með rafpósti dag. 10. september 2015 óskar Guðrún Rut Hreiðarsdóttir eftir viðbót við það beitiland sem hún þegar hefur að Hamri.
Landbúnaðarráð samþykkir að veita umbeðið land, en þar sem svæðið er að hluta til á deiliskipulagðri frístundarbyggð er sviðsstjóra falið að semja til eins árs.

2.Umsókn um leyfi til búfjárhalds - hænur

Málsnúmer 201509108Vakta málsnúmer

Með rafpósti dag. 14. september 2015 óskar Guðrún Rut Hreiðarsdóttir, Smáravegi 10, Dalvík eftir búfjárleyfi fyrir fjórar hænur.
Landbúnaðarráð samþykkir umsóknina fyrir fjóra hænur og bendir á að hámarksfjöldi miðast við fimm hænur. Ráðið bendir á að hanar eru með öllu bannaðir í þéttbýli. Aðbúnaður þarf að uppfylla lög og reglur um aðbúnað dýra og skal haft samráð við byggingarfulltrúa.

3.Gjaldskrá Landbúnaðarráðs 2016

Málsnúmer 201509106Vakta málsnúmer

Til umræðu gjaldskrá 2016
Landbúnaðarráð samþykkir framlagðar gjaldskrár með áorðnum breytingum.

4.Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og tæknisviðs 2016

Málsnúmer 201509078Vakta málsnúmer

Til umræðu starfs og fjárhagsáætlun 2016
Landbúnaðarráð gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn.

Fundi slitið - kl. 14:45.

Nefndarmenn
  • Jón Þórarinsson Formaður
  • Guðný Sverrisdóttir Aðalmaður
  • Gunnsteinn Þorgilsson Aðalmaður
  • Þorleifur Albert Reimarsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs