Félagsmálaráð

169. fundur 06. maí 2013 kl. 14:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri
Dagskrá

1.Fjölmenningarlegt samfélag

Málsnúmer 201305005Vakta málsnúmer

Svanfríður Jónasdóttir sveitarstjóri setti fundinn og fór yfir tilgang hans og markmið.

Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs flutti kynningu á málefnum nemenda af erlendum uppruna í sveitarfélaginu. Hlutfall barna af erlendum uppruna hefur aukist mikið í skólunum á Dalvík síðustu ár og mörg börn í sveitarfélaginu eru að læra fleiri en eitt tungumál. Nýleg úttekt á tómstundaiðkun hefur sýnt fram á að börn af erlendum uppruna sækja síður skipulagðar tómstundir að skólatíma loknum en önnur börn sveitarfélagsins og er það áhyggjuefni. Hildur fór einnig yfir það hvað unnið hefur verið í skólunum í tengslum við þennan málaflokk á síðustu árum og hvaða verkefni eru framundan.

Helga Björt Möller kennsluráðgjafi kynnti foreldraverkefnið Söguskjóður sem unnið var af foreldrum og starfsfólki Kátakots og Krílakots. Verkefnið var styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála og mun verða unnið áfram næsta haust.

Almennt er mikil ánægja með verkefnið og þeir foreldrar og starfsmenn sem tóku þátt voru jákvæðir og flestir lýstu yfir áhuga á að taka þátt í áframhaldandi vinnu í því.

Umræður voru um hvernig er hægt að auka á samskipti milli innfæddra Dalvíkinga og nýrra Dalvíkinga. Margar hugmyndir koma fram s.s. að hvort rétt væri að skipa móttökufulltrúa fyrir nýja íbúa sveitarfélagsins sem gæti jafnframt tengt saman fólk og aðstoðað, námskeið fyrir erlenda foreldra grunnskólabarna, setja af stað vinafjölskyldur, sérstakar kynningar tengdar mat, dansi, tónlist eða öðru.
Fleiri hugmyndir voru skráðar og verða skoðaðar nánar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Valdís Guðbrandsdóttir Formaður
  • Marinó Þorsteinsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Aðalmaður
  • Rósa Ragúels Aðalmaður
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Rafnsdóttir Félagsmálastjóri