Félagsmálaráð

188. fundur 05. maí 2015 kl. 12:30 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi
Dagskrá
Viktor Már Jónasson boðaði forföll og varamaður hans Rúna Kristín Sigurðardóttir mætti á fundinn. Viktor mun ekki sitja fundi ráðsins fyrr en í haust vegna fæðingarorlofs. Rúna Kristín mun sitja fundina í hans stað.
Friðjón Árni Sigurvinsson mætti á fund kl 12:40

Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri kom inn á fundinn undir lið 1.

1.Fjárhagsáætlun 2015

Málsnúmer 201410286Vakta málsnúmer

Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri og stjórnarmaður í Byggðarsamlaginu Rótum kynnti fyrir nefndarmönnum bókun sveitarstjórnar frá 22. apríl 2015, fundur nr.268 bókun sína sem er eftirfarandi:



"Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Mikið óhagræði fylgir slíkum vegalengdum. Þjónustusvæði Róta bs. telur ríflega 11.000 íbúa. Sveitarstjórn samþykkir tillögu þess efnis að veita sveitarstjóra heimild til að senda inn beiðni um undanþágu til ráðherra skv. ákvæðum 4.gr. laga nr. 59 frá 1992."



Greinargerð með tillögunni:

"Málefni Róta bs. hafa verið í brennidepli hjá sveitarstjórnarfólki í Dalvíkurbyggð síðustu misserin vegna slæmrar stöðu sem uppi er í málefnum Róta bs. Undirritaður sem hefur verið í stjórn Róta frá því í september sl. og lýsir yfir miklum áhyggjum vegna rekstrarvanda Róta bs. Hallinn árið 2014 verður líklega á bilinu 60-80 milljónir og stefnir í 100 milljónir í ár og verður velt yfir á sveitarfélögin. Ljóst er að það rekstrarmódel sem Rætur bs. búa við virkar ekki eins og það þarf að gera. Margar ástæður mætti telja til, s.s. miklar vegalengdir á starfssvæði Róta bs., sem Jöfnunarsjóður virðist ekkert tillit taka til, og lítil samlegðaráhrif í þjónustu við fatlaða á milli byggðarlaga. Sú staða sem uppi er í byggðasamlaginu er með öllu óviðunandi fyrir aðildarsveitarfélögin.

Samkvæmt 4.gr laga um málefni fatlaðs fólks nr. 59 frá 1992 þarf hvert þjónustusvæði að ná að lágmarki 8.000 íbúum en hægt er að fá undanþágu frá þessu á grundvelli landfræðilegra aðstæðna. Þjónustusvæði Róta bs. telur ríflega 11.000 íbúa. Sveitarstjórnarfólk í Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð hefur rætt um það sín á milli hvort nú ætti að láta reyna á slíka beiðni um undanþágu sem nefnd er í 4.gr. ofangreindra laga enda er klárlega um samlegðaráhrif að ræða í málefnum fatlaða á milli sveitarfélaganna.

Skrefin sem þarf að stíga eru í fyrsta lagi að sækja um undanþágu og það þá gert í samfloti með Fjallabyggð sem framtíðarsamstarfsaðila um málefni fatlaða. Ef undanþága er veitt þá þarf sveitarstjórn að ákveða um úrsögn úr Rótum bs. og þarf sú úrsögn að gerast með 6 mánaða fyrirvara og miðast við áramót samkvæmt samþykktum Róta bs."



Einnig kemur fram í fundargerðinni að upplýsa eigi félagsmálaráð um málið hið fyrsta.
Félagsmálaráð þakkar Bjarna Th. fyrir kynningu á málefnum Róta bs.



Bjarni vék af fundi kl 13:12

2.Allraheill

Málsnúmer 201504119Vakta málsnúmer

Bréf barst dags. 21. apríl 2015 frá Barnahreyfingu IOGT á Íslandi þar sem fram kemur að IOGT taki skýra afstöðu gegn frumvarpi um frjálsa sölu áfengis og óskar eftir því að þau samtök, félög og hreyfingar sem vinna með einum eða öðrum hætti að hagsmunum barna og ungmenna geri slíkt hið sama. Það er stefna þeirra að vernda hag barna gegn óæskilegum utanaðkomandi áhrifum sem gætu haft áhrif á líf þeirra.

Minnt er á að samkvæmt 3. gr. barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna beri að setja hagsmuni barna í forgang þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa áhrif á börn með einum eða öðrum hætti. Hagsmunir barna af því að njóta verndar gegn skaðlegum áhrifum áfengis eiga því að vega þyngra en hugsanlegir hagsmunir fullorðinna af því að geta keypt áfengi í almennum verslunum.

Barnahreyfingin IOGT óskar eftir að stjórnir samtaka, félaga og hreyfinga til að hvetja sína félagsmenn til að taka þátt í undirskriftarátaki IOGT á netinu www.allraheill.is

Lagt fram til kynningar

3.Vinnufundur í tilefni 20 ára afmælis Peking áætlunarinnar

Málsnúmer 201504166Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Jafnréttisstofu dags. 16. apríl 2015 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa, í samstarfi við Alþýðusamband íslands og önnur frjáls félagasamtök boði til vinnufundar á Akureyri í tilefni tuttugu ára afmælis Peking áætlunarinnar.
Lagt fram til kynningar, en póstur barst þar sem tilkynnt var um frestun ráðstefnunnar.

4.til umsagnar 687. mál varðar lögræðislög

Málsnúmer 201504164Vakta málsnúmer

Erindi barst frá nefndarsviði Alþingis dags. til umsagnar 687. mál frumvarp til laga um lögræðislög (réttindi fatlaðs fólks, sviptingu lögræðis ofl.)
Lagt fram til kynningar.

5.Greiðsla vegna félags- og tómstundastarfs á Dalbæ

Málsnúmer 201504097Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Dalbæ dags. 20. apríl 2015 með upplýsingum um þátttöku í félags- og tómstundastarfi á Dalbæ árið 2014. Kostnaðarþátttaka Dalvíkurbyggðar er kr. 3.528.613 krónur.
Félagsmálaráð samþykkir erindið tekið af lið 02-40-9145.

6.Reglur 2015

Málsnúmer 201504146Vakta málsnúmer

Þroskaþjálfi félagsmálasviðs leggur fram drög að nýjum reglum um liðveislu.
Félagsmálaráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til sveitastjórnar.

7.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504165Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201504165
Bókað í trúnaðarmálabók
Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi kl: 13:30 undir þessum lið og kom aftur inn á fund kl 13:45.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504168Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201504168
Bókað í trúnaðarmálabók
Hildur Birna Jónsdóttir vék af fundi kl 13:30 undir þessum lið, hún kom inn á fundinn aftur kl 13:45.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504170Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201504170
Bókað í trúnaðarmálabók

10.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504167Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201504167
Bókað í trúnaðarmálabók

11.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201504169Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál
Bókað í trúnaðarmálabók
Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi undir þessum lið kl 13:46.

12.Trúnaðarmál sumar

Málsnúmer 201504171Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 201504171
Bókað í trúnaðarmálabók

13.Trúnaðarmál - forvarnir

Málsnúmer 201504172Vakta málsnúmer

Trúnaðramál - 201504172
Bókað í trúnaðarmálabók

14.Stígur 2015

Málsnúmer 201505026Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál 201505026
Bókað í trúnaðarmálabók
Friðjón Árni Sigurvinsson vék af fundi kl 13:46 vegna vinnu.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Silja Pálsdóttir formaður
  • Hildur Birna Jónsdóttir Varaformaður
  • Friðjón Árni Sigurvinsson Aðalmaður
  • Elísa Rán Ingvarsdóttir Aðalmaður
  • Rúna Kristín Sigurðardóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir Sviðstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Ráðgjafaþroskaþjálfi