Félagsmálaráð

158. fundur 10. apríl 2012 kl. 08:00 - 10:45 fundarherbergi á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá

1.Félagsþjónusta Sveitarfélaga- ársskýrsla 2011

Málsnúmer 201203078Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir skýrslu Hagstofunnar
Lagt fram til kynningar

2.Reglur um húsaleigu og matsblað

Málsnúmer 201203149Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fór yfir drög að matsblaði og reglur varðandi leigu á íbúðum í sveitarfélaginu.
Félagsmálaráð felur starfsmönnum félagþjónustu að útbúa reglur samanber umræður á fundi.

3.Í þínum sporum

Málsnúmer 201203150Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram til kynningar bréf frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga og nokkurra ráðuneyta samning um baráttu gegn einelti í samfélaginu.
Lagt fram til kynningar. Félagsmálaráð fagnar slíku átaki.

4.Umsögn um þingsályktunartillögu-heilsugæsla

Málsnúmer 201203151Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá nefndarsviði Alþingis um tímasetta áætlun um yfirfærslu heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga
Lagt fram til kynningar.

5.Fjárhagsaðstoð-Trúnaðarmálabók

Málsnúmer 201111050Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók

Fundi slitið - kl. 10:45.

Fundargerð ritaði: Þórhalla Franklín Karlsdóttir Þroskaþjálfi