Byggðaráð

829. fundur 09. ágúst 2017 kl. 12:00 - 13:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og Heiða Hilmarsdóttir mætti í hans stað.

Kjartan Elíasson, verkfræðingur hjá Siglingaassviði Vegagerðar ríkisins sat fundinn frá kl.12:10 til 12:20 undir 1. lið fundargerðar Veitu- og hafnasviðs.

1.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64

1708002F

Til samþykktar:
liður 1
liður 2
liður 6
liður 8
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Veitu- og hafnaráð sækir um framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir framkvæmdirnar og leggur fram greinargerð þar sem, að mati ráðsins, er sýnt fram á að þessar framkvæmdir falla í flokk C framkvæmda skv. viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000. Því til skýringar vísar ráðið í greinar 2.1, 2.2 10.14 og 10.23 í Viðauka 1. Að auki fylgja með skýringar frá Skipulagsstofnun um afgreiðslu mála af þessum toga. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna lengingar viðlegubryggju:

  Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila um viðlegubryggju, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Austurgarður (lenging viðlegubryggju) sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

  Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.

  Byggðarráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum eftirfarandi bókun vegna landfyllingar L4:

  Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Dalvíkurbyggð farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila, umsagnir og viðbrögð framkvæmdaraðila vegna þeirra. Niðurstaða Dalvíkurbyggðar er að Landfylling á svæði L4 sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

  Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 06.09.2017.

  Byggðaráð samþykkir samhljóða með þremur atkvæðum að fela byggingafulltrúa að gefa út framkvæmda- og byggingarleyfi fyrir ofangreindar framkvæmdir Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða innsent erindi vegna samgönguáætlunar 2018 - 2021. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Veitu- og hafnaráð bendir á nauðsyn þess að vitum landsins sé viðhaldið og gamlir vitar verndaðir, að öðru leyti gerir ráðið ekki athugasemdir við afgreiðslu Siglingasviðs Vegagerðar ríkisins.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Veitu- og hafnaráð telur að Hafnasamband íslands móti samræmdar reglur um gjaldfrest á hafnagjöldum skemmtiferðaskipa.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða vísar erindu til gerð fjárhagsáætlunar fyrir fjárhagsárið 2018. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Lagt fram til kynningar.
 • Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 64 Sviðsstjóra falið að semja við Steypustöðin Dalvík ehf um verkið. Niðurstaða þessa fundar Samþykkt Bókun fundar Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.  Annað þarfnast ekki afgreiðslu, þeir liðir sem ekki þarfnast afgreiðslu byggðaráðs eru því lagðir fram til kynningar í byggðaráði.

2.Gísli, Eiríkur og Helgi - umsókn um rekstrarleyfi til veitingu veitinga

201708003

Með bréfi dagsettu 2. ágúst 2017 óskar Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra eftir umsögn Dalvíkurbyggðar vegna umsóknar Gísla,Eiríks, Helga ehf um rekstrarleyfi til sölu gistingar og/eða veitingu veitinga.
Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum að umbeðið rekstrarleyfi sé veitt.

3.Kauptilboð Lokastíg 1

201707051

Á 828. fundi byggðaráðs Dalvíkurbyggðar var eftirfarandi bókað:

,,Tekið fyrir undirrituð kauptilboð, dagsett þann 24.07.2017 í eignirnar:
Lokastígur 1 íbúð 0102, að upphæð 9.400.000,-
Lokastígur 1 íbúð 0201, að upphæð 9.400.000,-
Lokastígur 2 íbúð 0301, að upphæð 9.400.000,-

Byggðarráð samþykkir með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að gera gagntilboð í eignirnar samkvæmt umræðum á fundi. "

Í kjölfarið hafa borist þrjú ný kauptilboð bjóðanda í eftirfarandi eignir:

Lokastígur 1 íbúð 0201, að upphæð 10.000.000,-
Lokastígur 2 íbúð 0202, að upphæð 10.000.000,-
Lokastígur 2 íbúð 0301, að upphæð 10.000.000,-

Byggðarráð samþykkir með 3 greiddum atkvæðum að taka framlögðu tilboði í framangreindar íbúðir.

4.Búsetuúrræði fatlaðra ungmenna í Dalvíkurbyggð

201608105

Samkvæmt tölvupósti og símtali 8. ágúst 2017 við Rún Knútssdóttur hjá Velferðarráðuneytinu þarf sveitarstjórn að tilnefna bráðbirgðastjórn Leiguíbúða Dalvíkurbyggðar hses. Sú stjórn heldur stofnfund, gerir stofnfundargerð og staðfestir samþykktir og undirritar. Samþykktir og stofnfundargerð er svo sent til ráðuneytis og sjálfseignarstofnunarskrár til yfirlestrar og samþykktar.
Byggðarráð þarf því að tilnefna 3 aðalmenn og 3 varamenn í stjórn LD hses. Jafnframt þarf að tilnefna framkvæmdastjóra og endurskoðanda til bráðbirgða.
Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, eftirfarandi í stjórn LD hses:

Aðalmenn: Valdís Guðbrandsdóttir, Börkur Þór Ottósson og Heiða Hilmarsdóttir.

Varamenn: Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, Bjarni Th. Bjarnason og Eyrún Rafnsdóttir.

Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, framkvæmdastjóra: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir

Byggðarráð tilnefnir, til bráðabirgða, sem endurskoðanda: Þorsteinn Þorsteinsson, KPMG.

Fundi slitið - kl. 13:00.

Nefndarmenn
 • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
 • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
 • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
 • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri