Byggðaráð

814. fundur 09. mars 2017 kl. 13:00 - 14:50 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðaafréttar; Ósk um viðræður vegna viðbyggingar við Stekkjarhús

201702092

Undir þessum lið kom á fund Atli Þór Friðriksson fyrir hönd Gangnamannafélags Sveinsstaðaafréttar, kl. 13:00.Á 813. fundi byggðaráðs þann 2. mars 2017 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Gangnamannafélagi Sveinsstaðarafréttar, dagsett þann 5. febrúar 2017, þar sem óskað er eftir viðræðum um framtíð Stekkjarhús. Fram kemur m.a. að árið 2011 var gerður samningur milli Gangnamannafélagsins og sveitarfélagsins þess efnis að félagið sæi um viðhald og rekstur á húsinu og hefur því verið sinnt af félagsmönnum. Með auknum fjölda ferðamanna undanfarin ár og þá sérstaklega göngu og fjallafólks hefur notkun á húsinu aukist. Hugmynd félagsins er að reist verði viðbygging við norðvestur hlið hússins. Gerð hefur verið efniskostnaðaráætlun sem hljóðar upp á um kr. 2.200.000. Hugmynd félagsins er að sveitarfélagið leggi til 50% af efniskostnaði og Gangnamannafélagið greiði hin 50% og að auki munu félagsmenn Gangnamannafélagsins leggja til alla vinnu, verkfæri og önnur tæki sem til þarf við framkvæmdina. Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fá fulltrúa Gangnamannafélagsins á fund."Til umræðu ofangreint.Atli Þór vék af fundi kl. 13:16.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar þar sem óskað var eftir frekari upplýsingum frá Gangnamannafélaginu.

2.Frá forsætisráðuneytinu; fundur um þjóðlendur á Akureyri

201703021

Tekið fyrir bréf frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 3. mars 2017, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 1. júní n.k. kl.14:00 á Akureyri um málefni þjóðlendna.
Vísað til umhverfisráðs.

3.Kauptilboð í Árskóg lóð 1.

201702069

Á 812. fundi byggðaráðs þann 23. febrúar s.l. var eftirfarandi bókað:"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs,Freydís Dana Sigurðardóttir, og Guðröður Ágústsson, tilboðsgjafi í Árskóg lóð 1, kl. 13:00. Á 811. fundi byggðaráðs þann 16. febrúar 2017 var eftirfarandi bókað: "Til umfjöllunar kauptilboð í Árskóg lóð 1; einbýlishús ásamt bílskúr. Börkur Þór vék af fundi kl. 10:45. Byggðaráð felur sveitarstjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir að tilboðsgjafi komi á næsta fund byggðaráðs." Til umræðu óskir tilboðsgjafa um stærri lóð undir íbúðarhúsi og um langtímaleigusamning um land. Freydís Dana og Guðröður viku af fundi kl. 13:49. Börkur Þór vék af fundi kl. 14:01.

Byggðaráð tekur jákvætt í stækkun lóðar ef umsókn um stækkun húss berst. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera samninga um beitarhólf í samræmi við umræður á fundinum. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framlengja gagntilboð Dalvíkurbyggðar um eina viku. "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi frá sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs drög að leigusamningum um beitiland úr landi Árskógsstrandar, annars vegar 13.364,2 m2 og hins vegar 51.336,7 m2.Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kom á fundinn undir þessum lið kl. 13:27.

Til umræðu ofangreint.Börkur vék af fundi kl. 13:45.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðstjóra umhverfis- og tæknisviðs að gera breytingar á ofangreindum drögum að leigusamningum í samræmi við umræður á fundinum. Samningarnir kæmu síðan aftur fyrir byggðaráð.

4.Frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu; Kennslumínútnafjöldi í list- og verkgreinum í grunnskólum

201703032

Tekið fyrir erindi frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, rafpóstur dagsettur þann 7. mars 2017 þar sem fram kemur að meðfylgjandi sendist slóð á fréttatilkynningu mennta- og menningarmálaráðuneytis með niðurstöðum úrvinnslu á upplýsingum frá Hagstofu Íslands um kennslustundafjölda í list- og verkgreinum í grunnskólum fyrir skólaárin 2013-2014, 2014-2015 og 2015-2016. https://www.menntamalaraduneyti.is/frettir/forsidugreinar/rettur-nemenda-til-kennslu-i-list-og-verkgreinum-ekki-naegilega-virturÍ ljósi niðurstaðna þeirrar úrvinnslu leggur ráðuneytið áherslu á að sveitarstjórnir sjái til þess að framvegis fái allir nemendur þann lágmarkskennslumínútnafjölda á skólaári sem þeim ber samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá 2011 og vísast í því sambandi til ákvæða 5. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 um ábyrgð sveitarfélaga á skólahaldi í grunnskólum.

Vísað til fræðsluráðs.

5.Frá 214. fundi fræðsluráðs þann 8.3.2016; Umsókn um ráðningu leikskólakennara/þroskaþjálfa

201703003

Á 214. fundi fræðsluráðs þann 8. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Með fundarboði fylgdi greinargerð Hlyns Sigursveinssonar, sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, þar sem gerð er grein fyrir aukinni sérkennsluþörf í leikskólanum sem nemur einu stöðugildi. Auk þess vantar, vegna fyrirséðra langtímaveikinda og aðstæðna á leikskólanum, starfsmann í 100% stöðu fram að sumarlokun leikskólans og annan í 100% stöðu til áramóta.

Fræðsluráð samþykkir erindið með 5 atkvæðum og felur Hlyni Sigursveinssyni, sviðsstjóra fræðslu- og menningarmála, að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum og leggja það síðan fyrir byggðaráð Dalvíkurbyggðar."Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs kl. 13:49.Til umræðu ofangreint.Hlynur vék af fundi kl. 14:04.
Með vísan í erindi frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsvis, dagsett þann 8. mars 2017, samþykkir byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 3 / 2017 við fjárhagsáætlun 2017, deild 04140, að upphæð kr. 8.800.000. Hækkuninni verður mætt með lækkun á handbæru fé.

6.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar; Sundskáli Svarfdæla kl. 14:00.

201510117

Byggðaráð fór ásamt sveitarstjóra og sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í Sundskála Svarfdæla þar sem íþrótta- og æskulýðsfulltrúi og sviðstjóri fræðslu- og menningarsvið tóku á móti byggðaráði.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:50.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs