Byggðaráð

747. fundur 30. september 2015 kl. 16:30 - 19:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.
Dagskrá

1.Starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019

Málsnúmer 201505134Vakta málsnúmer

a) Fræðslu- og menningarsvið.

a.1. Málaflokkur 04, frá kl. 16:30 - kl. 17:10.



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson vék af fundi undir þessum lið kl. 16:30 vegna vanhæfis og varaformaður, Kristján Guðmundsson, tók við fundarstjórn.



Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum Skype Hildur Ösp Gylfadóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 16:30.

Hildur Ösp fylgdi eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 04; fræðslumál.



Fjárhagsrammi málaflokks 04, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 680.677.000



Á 196. fundi fræðsluráðs þann 9. septmber s.l. var óskað eftir eftirtöldum viðbótarfjárveitingum þar sem ekki var unnt að koma öllum kostnaði við rekstur málaflokksins fyrir innan samþykkts fjárhagsramma:

Vegna leikskóla kr. 3.500.000

Vegna Dalvíkurskóla kr. 9.000.000

Vegna Tónlistarskóla kr. 2.500.000

Vegna Árskógarskóla kr. 884.000.

Alls kr. 15.884.000.



a.2. Málaflokkur 05, frá kl. 17:10 - kl. 17:25



Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson kom á fundinn að nýju kl. 17:30 undir þessum lið og tók aftur við fundarstjórn.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, kl. 17:30, til að fylgja eftir tillögum að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 05; menningarmál, ásamt sviðsstjóra.



Fjárhagsrammi málaflokks 05, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 92.079.000.



Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september s.l. var óskað eftir viðbótarfjárveitingu við fjárhagsramma að upphæð kr. 5.000.000 vegna búnaðarkaupa fyrir Héraðsskjalasafn Svarfdæla.



a.3 Málaflokkur 06, frá kl. 17:25 - kl. 17:50.



Gísli Rúnar og Hildur Ösp kynntu tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 06; íþrótta- og æskulýðsmál.



Fjárhagsrammi málaflokks 06, samþykktur af sveitarstjórn 16.06.2015, er kr. 290.260.000.

Vegna breytinga á bókuðum kostnaði Vinnuskóla þá lækkar ramminn um kr. 8.629.000 og verður kr. 281.969.000



Gísli Rúnar og Hildur Ösp viku af fundi kl. 18:28.



b) Önnur mál; næstu fundir um fjárhagsáætlun og skipulag við vinnuna.



Til umræðu næstu skref varðandi vinnu við fjárhagsáætlun 2016-2019 og fundir.



Lagt fram til kynningar.

2.Frá Velferðarráðuneytinu; svar við ósk um undanþágu frá 8.000 íbúa viðmiði.

Málsnúmer 201507010Vakta málsnúmer

Á 740. fundi byggðaráðs þann 9. júlí 2015 var eftirfarandi bókað:

"Með vísan til undanþágubeiðnar samkvæmt 2. mgr. 4. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðs fólks sem dagsett er 3. maí 2015 og send til félagsmálaráðherra þá var tilkynnt úrsögn Dalvíkurbyggðar úr Rótum bs. þann 30.júní s.l. með bréfi sem er meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs. Úrsögn þessi var gerð með eftirfarandi fyrirvörum: Að ráðherra samþykki undanþágubeiðnina. Að félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar hafi fengið ráðrúm til að fjalla um málið og veiti umsögn. Að sveitarstjórn/byggðaráð Dalvíkurbyggðar staðfesti úrsögn úr Rótum bs. Tilkynning þessi er gerð með 6 mánaða fyrirvara eins og fram kemur í 12. gr samþykkta Róta bs. og miðast því úrsögn við áramótin 2015/2016. Með fundarboði byggðaráðs fylgdi einnig afrit af umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga til Velferðarráðuneytisins um þrjú erindi sveitarfélaga sem varða undanþágur frá lágmarksíbúafjölda þjónustusvæða í málefnum fatlaðs fólks. Umrædd sveitarfélög eru: Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð, Grindavíkurbær, Sandgerðisbær, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tilkynningu um úrsögn úr Rótum bs. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Velferðarráðuneytinu, bréf dagsett þann 22. september 2015, þar sem fram kemur ráðuneytið fellst á þau rök umsækjanda, Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar, að landfræðilegar aðstæður geti hamlað samstarfi til vesturs og tekur undir þau sjónarmið að sveitarfélögin séu líkleg til þess að geta leyst verkefnið saman með góðum árangri, enda samgöngur greiðar milli sveitarfélaganna. Í ljósi þess fellst ráðherra á að veita sveitarfélögunum sameiginlega undanþágu frá lágmarksíbúatölu þjónustusvæðis. Undanþágan er tímabundin í eitt ár frá og með 1. janúar 2016. Ráðuneytið leggur áherslu á að undanþágutíminn verði nýttur til þess að kanna gaumgæfilega möguleika á samstarfi til austurs, það er til Eyjafjarðarsvæðisins.
Byggðaráð fagnar niðurstöðunni og felur sveitarstjóra að hafa samband við Fjallabyggð um sameiginlegan fund sveitarfélaganna um ofangreint.

3.Fjárhagsáætlun 2015; viðauki vegna starfsmats - laun og launatengd gjöld.

Málsnúmer 201509142Vakta málsnúmer

Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:

"Niðurstaða vinnu við endurskoðun starfsmatskerfis sveitarfélaganna, SAMSTARFS liggur nú fyrir ásamt starfsmatsniðurstöðum sem unnar voru samkvæmt bókun með gildandi kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélaga innan BSRB og ASÍ, sem samið hafa um starfsmat.

Ljóst er að nær allir starfsmenn Dalvíkurbyggðar sem eru hjá Einingu-Iðju eða hjá Kili hækka um launaflokka samkvæmt þessum starfsmatsniðurstöðum og er breytingin afturvirk til 1.maí 2014.

Lagt fram til kynningar."



Niðurstöður útreikninga vegna ofangreinds liggja fyrir og fylgdu fundarboði byggðarráðs, skipt niður á einstakar deildir.

Hækkunin er kr. 10.510.000 með launatengdum gjöldum.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka við fjárhagsáætlun 2015 í samræmi við ofangreint. Ofangreindum hækkunum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

Fundi slitið - kl. 19:30.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs.