Byggðaráð

781. fundur 23. júní 2016 kl. 13:00 - 16:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.

1.Frá 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 20.06.2016; Tillaga um gerð hvatasamnings við Erlent ehf.

Málsnúmer 201602102Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:04 vegna vanhæfis.



Á 20. fundi atvinnumála- og kynningaráðs þann 20. júní s.l. var eftirfarandi bókað:

"Á 19. fundi atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. maí síðastliðinn var eftirfarandi bókað: "Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að ráðið muni leggja til við byggðaráð að gerður verði hvatasamningur við Erlent ehf. Atvinnumála- og kynningarráði er ljóst að fjárhæðir vegna hvatasamnings eru ekki á fjárhagsáætlun þessa árs. Áður en að gengið verður frá samningsdrögum þarf Erlent ehf að leggja fram nánari útlistun á gjöldum til Dalvíkurbyggðar sem til falla á næstu þremur árum. Afgreiðslu frestað til næsta fundar." Með fundarboði atvinnumála- og kynningarráðs fylgdu frekari gögn og upplýsingar í samræmi við ofangreint.

Erlent ehf hefur nú skilað inn umbeðnum gögnum. Atvinnumála- og kynningarráð samþykkir með þremur atkvæðum að leggja eftirfarandi til við byggðaráð: Gerður verði þriggja ára samningur við Erlent ehf. þar sem heildarupphæð samnings verði að hámarki 4.143.750, greidd út í þremur greiðslum, í fyrsta skipti í mars 2017 vegna ársins 2016 að því gefnu að Erlent ehf. uppfylli ákvæði samnings milli fyrirtækisins og sveitarfélagsins."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að hvatasamningi við Erlent ehf.

Til umræðu ofangreint.

a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreinda tillögu að hvatasamningi og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa til gerðar fjárhagsáætlunar 2017-2020 að gert sé ráð fyrir ofangreindum hvatasamningi í fjárhagsáætlun.

c) Byggðaráð lýsir yfir ánægju með frumkvöðlastarf Erlent ehf. og óskar fyrirtækinu velfarnaðar.

2.Frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu; Ósk um umsögn vegna máls Þrastar Karlssonar.

Málsnúmer 201310135Vakta málsnúmer

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju undir þessum lið kkl. 13:12.



Á 771. fundi byggðaráðs þann 17. mars 2016 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 13:00. Á 688. fundi byggðaráðs þann 16. janúar 2014 var eftirfarandi bókað: "4. 201310135 - Frá Þresti Karlssyni; Ósk um nánari skýringar á heimæðareikningi vegna Snerru. Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 9:14. Tekið fyrir erindi frá Þresti Karlssyni, dagsett þann 6. janúar 2014, er varðar athugasemdir við reikning vegna heimaæðagjalda og samskipti bréfritara við stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar. Óskað er eftir að byggðaráð svari skriflega f.h. stjórnsýslu Dalvíkurbyggðar atriðum sem tiltekin eru í erindinu. Sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs gerði grein fyrir ofangreindu máli. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara ofangreindu erindi." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Þresti Karlssyni, bréf dagsett þann 5. mars 2016, og varðar ítrekaða ósk til sveitarfélagsins um nánari skýringar á heimaæðareikningi vegna Snerru Svarfaðardal, fastanúmar 209-852. Til umræðu ofangreint. Þorsteinn vék af fundi kl. 13:25.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, bréf dagsett þann 13. júní 2016, þar sem fram kemur að ráðuneytinu hefur borist meðfylgjandi erindi frá Þresti Karlssyni, vegna ágreinings hans við Hitaveitu Dalvíkur/Dalvíkurbyggð, varðandi heimæðarreikning. Ráðuneytið óskar hér með eftir umsögn Hitaveitu Dalvíkur um framangreint erindi, eigi síðar en 15. júlí n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til veitu- og hafnaráðs til umsagnar, með fyrirvara að ráðið fundi fyrir 15. júlí n.k.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að umsögn verði gerð í samráði við lögmann sveitarfélagsins.

3.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Rekstrarleyfi - Bræðraskemman Völlum

Málsnúmer 201606071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 20. júní 2016, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Bjarna Óskarssonar, kt. 041158-4929, fyrir hönd HF Vellir ehf., kt. 630394-2799. Um er að ræða nýtt rekstrarleyfi til sölu veitinga í Skemmu/Hlöðu að Völlum, 621. Dalvík.



Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina með fyrirvara um umsögn byggingafulltrúa, en umsögn slökkviliðsstjóra liggur fyrir.

4.Frá Þjóðskrá Íslands; Fasteignamat 2017

Málsnúmer 201606073Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem fram kemur að fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember n.k.



Breyting á fasteignamati á milli áranna 2016 og 2017 í Dalvíkurbyggð að meðaltali verður 3% og breyting á lóðarmati verður 5%.



Sömu tölur fyrir landið allt eru annars vegar 7,8% og 8,0%.



Lagt fram til kynningar.

5.Útboð vátrygginga 2016; drög að samningi við Consello

Málsnúmer 201604054Vakta málsnúmer

Á 780. fundi byggðaráðs þann 16. júní 2016 var eftirfarandi bókað:

"Á 777. fundi byggðaráðs þann 19. maí 2016 var meðal annars eftirfarandi bókað: a") Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leitað verði til ráðgjafa vegna útboðs á vátryggingum sveitarfélagins og felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda verðfyrirspurn í samræmi við umræður á fundinum. b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að framkvæmdastjórn verði vinnuhópur sveitarfélagsins í tengslum við útboðið og kalli þá til aðra starfsmenn ef þess þarf. " Verðfyrirspurn vegna ráðgjafar og umsjónar vegna útboðs á vátryggingum fyrir Dalvíkurbyggðar var send út þann 1. júní s.l. til Ríkiskaupa og Consello. Frestur til að svara var í síðasta lagi 7. júní s.l. kl. 16:00. Á fundinum voru kynnt svör frá ofangreindum aðilum.

Niðurstaða Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við Consello. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að samningi við Consello.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum samninginn eins og hann liggur fyrir.

6.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2016; heildarviðauki I

Málsnúmer 201606074Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2016 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs.



Einnig er lagðir til eftirfarandi viðaukar:



a) Flutningur á áætlun deildar 08100, heilbrigðiseftirlit, yfir á málaflokk 03, skv. nýjum reikningsskilareglum sveitarfélaga, alls kr. 1.634.000 að deild 08100 og yfir á málaflokk 03.

b) Flutningur á framlögum Jöfnunarsjóðs af deild 04210 yfir á málaflokk 00, skv. nýjum reikningsskilareglum, alls kr. -27.000.000.

c) Hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga ársins 2016 í samræmi við niðurstöður ársins 2015, kr. 23.369.000 hækkun. Var kr. 30.636.000 og verður kr. 54.005.000, málaflokkur 22.

d) Breyting á áætlaðri verðbólguspá skv. endurskoðun á Þjóðhagsspá í febrúar 2016. Samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani er gert ráð fyrir 3,2% verðbólgu. Endurskoðun í febrúar 2016 spáir 2,5% verðbólgu, verðbólga nú mælist 1,7%.

e) Endurskoðun á launaáætlunum 2016 í samræmi við nýja kjarasamninga sem nú liggja fyrir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að fjárhagsáætlunarlíkani eins og það liggur fyrir með heildarviðauka I, með ofangreindum tillögur að viðaukum a) - d).

e) Frestað.

7.Frá Þjóðskrá Íslands; Breyting á kjörskrá.

Málsnúmer 201604098Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Þjóðskrá Íslands, bréf dagsett þann 21. júní 2016, er varðar ábendingu um leiðréttingu kjörskrá vegna nýs ríkisfangs svo leiðrétta megi kjörskrá Dalvíkurbyggðar skv. 4. mgr. 27. gr. laga nr. 24/2000 um kosningar til Alþingis, sbr. 1. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Arkadiusz Sobczak, kt. 030185-3239, Bárugötu 2, 620 Dalvík, verði tekin inn á kjörskrá.

8.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs, kl. 14:20.



Bókað í trúnaðarmálabók.

9.Heimsóknir byggðaráðs í stofnanir og fyrirtæki Dalvíkurbyggðar, kl. 14:40.

Málsnúmer 201510117Vakta málsnúmer

a) Heimsókn í Vatnsveitu og Fráveitu.



Eftir fund byggðaráðs fór byggðaráð ásamt sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs í heimsókn í vatnsveitu og fráveitu þar sem sviðsstjóri veitu- og hafnasvið sýndi og kynnti helstu svæði og byggingar og starfsemina þar.



Þorsteinn vék af fundi kl. 15:50.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála - og stjórnsýslusviðs