Byggðaráð

664. fundur 23. maí 2013 kl. 08:15 - 12:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir sviðstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kynningar- og markaðsmál Dalvíkurbyggðar; hvernig er hægt að nýta meðbyrinn og hvað er framundan ?

Málsnúmer 201305060Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðarráðs Margrét Víkingsdóttir, upplýsingafulltrúi.

Til umræðu kynningar- og markaðsmál Dalvíkurbyggðar almennt og hvað er framundan í sumar.

Upplýsingafulltrúi gerði grein fyrir þeim verkefnum sem eru í vinnslu sem og hvaða línur hafa verið lagðar fyrir árið samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2013.

Til umræðu ofangreint.

Margrét vék af fundi.

2.Ljósleiðarakerfi

Málsnúmer 201301072Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs Friðrika Marteinsdóttir frá Verkfræðistofu Norðurlands hf. og Þorsteinn K. Björnsson, sviðsstjóri veitu- og hafnasviðs.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi skýrsla frá Verkfræðistofu Norðurlands hf., dagsett í apríl 2013; Ljóðsleiðarakerfi, forhönnun og kostnaðarmat, sem unnin var fyrir Dalvíkurbyggð.

Friðrika kynnti skýrsluna ásamt viðaukum.

Til umræðu ofangreint.

Friðrika og Þorsteinn viku af fundi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðstjóra veitu- og hafnasvið að afla nánari upplýsingar í samræmi við umræður á fundinum.

3.Fjárhagsáætlun Dalvíkurbyggðar 2014 - 2017

Málsnúmer 201304103Vakta málsnúmer

Á 663. fundi byggðarráðs þann 16. maí 2013 voru til umræðu áherslur, markmið og stefna í rekstri og framkvæmdum sveitarfélagsins vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar 2014-2017.

Tímarammi var lagður fyrir byggðarráð og var hann samþykktur.

Þann 21. maí s.l. var haldinn fundur í stjórnsýslunefnd þar sem fjallað var um verkefni og áherslur í rekstri sveitarfélagsins. Með fundarboði byggðarráðs fylgdi samantekt yfir þau helstu atriði sem fram komu á fundinum.

Til umræðu forsendur fjárhagsáætlunar vegna vinnu við fjárhagsramma 2014-2017.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Nefndarmenn
  • Kristján Hjartarson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varaformaður
  • Björn Snorrason Aðalmaður
  • Jóhann Ólafsson Áheyrnarfulltrúi
  • Svanfríður Inga Jónasdóttir sviðstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs