Vinabæir

Dalvíkurbyggð er í vinabæjarsambandi við sveitafélög á öllum Norðurlöndum auk Grænlands. Hlutverk vinabæjanna er að miðla reynslu á sem flestum sviðum, styrkja menningartengsl og efla almenn samskipti. Samstarf Dalvíkurbyggðar við vinabæina hefur einkum verið á sviði sveitastjórnamála, menningar- og æskulýðsmála. Árið 1978 gerðist Dalvíkurbær formlega aðili að norrænu vinabæjakeðjunni og tók Dalvíkurbyggð yfir vinabæjasamskiptin við sameiningu sveitarfélaganna. Á tveggja ára fresti eru haldin vinabæjamót.

Hér má finna slóðir vinabæja Dalvíkurbyggðar;

Danmörk - Viborg

Finnland - Porvoo (Borgå)

Noregur - Hamar

Svíþjóð - Lund

Grænland - Scoresbysund (Ittoqqortoomit)