Hvað skal gera í Dalvíkurbyggð?

Útprentun hér                 English

Hvað skal gera í Dalvíkurbyggð - 2020 

Gisting

1. Hótel Dalvík er staðsett á Dalvík. Þetta er þægilegt hótel á Norðurlandi með útsýni yfir bæinn og fjöllin í kring. Frá hótelinu eru aðeins 600 m í sundlaugina. Nánari upplýsingar er að finna í síma 466-3395, á heimasíðunni eða í tölvupósti á info@hoteldalvik.is

2. Dalvík hostel er fjölskyldurekið gistiheimili staðsett á Dalvík, þar er hægt að panta allt frá uppábúnum rúmum með sameiginlegu baðherbergi að rómantísku 104 ára gömlu uppgerðu húsi. Nánari upplýsingar í síma 699-6616 og á vegamot@vegamot.net

3. Húsabakki guesthouse er fallegt gistiheimili í hjarta Svarfaðardals. Þar er mikil kyrrð og ró og gullfallegt útsýni. Á sama stað er einnig að finna vel útbúið tjaldsvæði. Nánari upplýsingar í síma 859-7811 eða tölvupósti á husabakki@husabakki.is

4. Ytri-Vík á Árskógsströnd er vel staðsett bústaðahverfi með undraútsýni bæði inn og út fjörðinn. Það er fyrirtækið Sporttours sem rekur bústaðina en það býður einnig upp á margskonar afþreyingu. Nánari upplýsingar í síma 894-2967/899-8000 eða í tölvupósti á sporttours@sporttours.is

5. Í Syðra-Holti upplifir þú sveitina beint  í æð. Bærinn er mjög vel staðsettur fram í Svarfaðardal og vegalengdir milli staða því ekki langar. Nánari upplýsingar í síma eða í tölvupósti á stiklur@stiklur.is

6. Að Syðri-Haga er boðið upp á gistingu í tveimur sumarhúsum í friðsælu umhverfi. Útsýni til hafs og miðnætursól. Tignarleg fjöll og hlýlegir dalir, frábærar gönguleiðir við allra hæfi. Stangveiði frá ströndinni án endurgjalds. Frábær skíðasvæði í nágrenninu. Nánari upplýsingar í síma 8667968 / 8419048 eða sydrihagi@sydrihagi

7. Tjaldsvæðið á Dalvík er staðsett við innkomuna í bæinn. Þar er aðstaða mjög góð, heit sturta, eldunarrými og wi-fi. Nánari upplýsingar í síma 625-4775

8. Tjaldsvæðið á Hauganesi er staðsett alveg við sjópottana í Sandvíkurfjörunni. Gullfallegt útsýni. Nánari upplýsingar í síma 620 1035. 

Bjórbað og Bruggsmiðja

1. Bjórböðin eru staðsett á Árskógssandi. Þar er hægt að dekra sig bæði í bjórbaði og fara í útipottana sem bjóða upp á einstakt útsýni út fjörðinn. Nánari upplýsingar í síma 414-2828 eða í tölvupósti á bjorbodin@bjorbodin.is 

2. Bruggsmiðjan Kaldi er staðsett á Árskógssandi, Þar er hægt að panta kynningu þar sem farið er yfir framleiðslu bjórsins og sögu fyrirtækisins. Í kynningunni er svo gefið smakk á þeim bjórum sem eru í boði hverju sinni. Nánari upplýsingar og tímapantanir í síma 466-2505 milli kl. 09.00-15.00 eða í tölvupósti á bruggsmidjan@bruggsmidjan.is

Félagsheimili

1. Félagsheimilið Rimar er staðsett við hlið Húsabakka í Svarfaðardal. Tilvalin staðsetning fyrir ættarmót, brúðkaup eða aðrar veislur. Nánari upplýsingar í síma 859-7811.

2. Félagsheimili í Árskógi er mjög vel staðsett og líkt og félagsheimilið Rimar tilvalið fyrir ættarmót, brúðkaup eða aðrar veislur. Nánari upplýsingar í síma 861 8865 og á netfanginu jona@dalvikurbyggd.is 

Golf

1. Arnarholtsvöllur í Svarfaðardal er falin perla í golfvallamenningu á Íslandi. Þangað er tilvalið að skella sér og spila 9 holur í fallega dalnum okkar. Hægt er að leigja búnað á vellinum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Golfklúbbsins Hamars. Flýtileið á gjaldskrá er að finna hér.

Gönguleiðir

1. Margar góðar gönguleiðir eru í Dalvíkurbyggð enda sveitarfélagið staðsett á Tröllaskaganum sem er stærsta samfellda fjallasvæði landsins. Í Dalvíkurbyggð eru gönguleiðir bæði fyrir byrjendur og lengra komna, léttar og krefjandi. Tilvalið er að kynna sér gönguleiðakort af svæðinu.

Hestaferðir

1. Hestaleigan Tvistur sérhæfir sig í bæði styttri og lengri hestaferðum í náttúru hins fagra Svarfaðardals með allar stærðir hópa.  Hægt er að panta ferðir í síma 861 9631 og á netfanginu ebu@ismennt.is.

Veitingastaðir og kaffihús

1. Á Gregor's er staðsettur á Dalvík. Þar er hægt að fá kvöldmat alla daga á sumrin. Nánari upplýsingar í s. 847-8846 og á facebooksíðu staðarins.

2. Baccalá bar er staðsettur á Hauganesi. Nánari upplýsingar um matseðil og borðapantanir í s. 620-1035 og á facebooksíðu staðarins. 

3. Basalt cafe+bistro er staðsett á Dalvík, í anddyri Bergs menningarhúss, með fallegu útsýni yfir höfnina og út Eyjaförð. Þar er boðið upp á vel úti látið hádegishlaðborð alla virka daga. Frekari upplýsingar um opnunartíma og pantanir í síma 868-1202 og á netfanginu basaltbistro@gmail.com

4. Kaffihús Bakkabræðra - Gísli, Eiríkur, Helgi er staðsett á Dalvík. Þar er t.d. hægt að fá matarmikla fiskisúpu með heimabökuðu brauði og alls kyns kökur og kaffidrykki.
Nánari upplýsingar í síma 666-3399

5. Í Bjórböðunum á Árskógssandi er veitingastaður með einstöku útsýni bæði inn og út Eyjaförð. Nánari upplýsingar í s. 414-2828 og á bjorbodin@bjorbodin.is

6. Veitingastaðurinn Norður er staðsettur á Dalvík. Nánari upplýsingar um matseðil og borðapantanir í s. 466-1224 og á nordur@blagryti.is

Snjósleðaferðir

1. Tarzan Backcountry sérhæfir sig í snjósleðaferðum um fjallgarða Tröllaskaga. Hægt er að leigja allan búnað sem þarf að hafa hjá fyrirtækinu, allt frá fatnaði til snjósleða. Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu og á facebooksíðu fyrirtækisins.

Sundlaugar og náttúrulegar laugar

1. Dalvíkurbyggð rekur sambyggða íþróttamiðstöð með sundlaug og heilsurækt. Íþróttamiðstöðin er staðsett á Dalvík. Þangað er tilvalið að skella sér og púla aðeins í ræktinni , synda eða slappa af í heitu pottunum. Úr sundlauginni er dásamlegt útsýni inn í Svarfaðardal og upp til fjalla. 

Opnunartími þar er:
Mánudag-fimmtudag: kl. 06.15-20.00
Föstudag: kl. 06.15-19.00
Helgar: kl. 09.00-17.00

2. Pottarnir í Sandvíkurfjörunni eru staðsettir á Hauganesi. Þar getur þú skellt þér í sjóinn og notið þess svo að kíkja í heitu pottana. Búið er að útbúa skiptiaðstöðu í fjörunni og þar er einnig salerni. 

Skíðaferðir/Þyrluskíðaferðir

1. Skíðasvæðið í Dalvíkurbyggð er það skíðasvæði sem er staðsett næst sjávarmáli og því einstakt á heimsvísu. Útsýnið úr Böggvisstaðafjalli er draumkennt og þar er auðvelt að eyða heilum degi. Skíðaleiga er á staðnum og nánari upplýsingar um opnun og gjaldskrá er að finna á heimasíðu skíðafélagsins.

2. Arctic heliskiing sérhæfa sig í  sérbúnum pakkaferðum til könnunar á þyrluskíðum um fjöll og firnindi bæði á Íslandi og Grænlandi. Frá fyrstu hendi getur upplifað eftirfarandi, Norðurljós, skíðaferðir frá fjallstoppum og alveg niður að sjó og njóta miðnætursólar. Arctic heliskiing starfar á svæði Tröllaskagans og á austurströnd Grænlands. Með yfir 20 ára reynslu við leiðsögn skíðahópa á svæðinu stækkuðu þeir svið sitt yfir í þyrluskíði og urðu þar með fyrsta fyrirtækið á Íslandi í þeim bransa. 

Hvalaskoðun

Í Eyjafirði er mjög góður möguleiki á að sjá hvali og í Dalvíkurbyggð eru tvö fyrirtæki sem bjóða upp á hvalaskoðun.

1. Á Dalvík er fyrirtækið Arctic Sea Tours sem er partur af stórfyrirtækinu Arctic Adventures. Fyrirtækið býður bæði upp á ferðir með eikarbátum sem taka 3 klst. og ferðir með RHIB bát sem taka 1,5 klst. Allar nánari upplýsingar og bókanir eru á heimasíðunni, í s. 771-7600 eða í tölvupósti á arcticseatours@adventures.is

2. Á Hauganesi er að finna elsta starfandi hvalaskoðunarfyrirtæki á Íslandi, Whales Hauganes. Þar er boðið upp á ferðir með eikarbátum. Allar nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu fyrirtækisins, í s. 867-0000 eða í tölvupósti á whales@whales.is

Aðrar upplýsingar

Upplýsingamiðstöðin í Dalvíkurbyggð er staðsett í Bergi menningarhúsi. Þar er hægt að fá allar nánari upplýsingar um það sem má finna sér til afþreyingar í Dalvíkurbyggð. 
Hægt er að leita læknis á heilsugæslustöðinni okkar með því að panta tíma í síma 432-4400 en ef um neyðartilvik er að ræða, vinsamlegast hringið í 112.

Verið velkomin í litlu perluna okkar, Dalvíkurbyggð og njótið ykkar við fallegt útsýnið inn og út Eyjafjörð.